Enski boltinn

Bilic tekur við West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Slaven Bilic er mikill rokkari og spilar á gítar í þungarokksbandi.
Slaven Bilic er mikill rokkari og spilar á gítar í þungarokksbandi. vísir/getty
Slaven Bilic verður næsti knattspyrnustjóri West Ham en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Króatinn tekur við starfinu af Sam Allardyce.

Bilic þekkir vel til á Upton Park en hann lék með West Ham á árunum 1996-97.

Króatinn var síðast við stjórnvölinn hjá Besiktas í Tyrklandi en þar áður var hann hjá Lokomotiv Moskvu í Rússlandi. Hann er þó sennilega þekktastur fyrir tíma sinn sem landsliðsþjálfari Króatíu sem hann stýrði á árunum 2006-12.

„Það var frábært að spila hérna og mér leið eins og heima hjá mér,“ sagði Bilic eftir að hann var ráðinn stjóri West Ham.

„Það eru mikil forréttindi að fá að stýra þessu félagi en jafnframt felst mikil ábyrgð í því. Ég fann að stjórnin vildi virkilega ráða mig svo þetta var auðveld ákvörðun. Við stuðningsmenn West Ham segi ég þetta: ég mun leggja mig allan fram og saman munum við ná góðum árangri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×