Lífið

Þessir íslensku leikarar eru í hlutverkum hjá Wachowski-systkinunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andy og Lana Wachowski eru þekktust fyrir Matrix-þríleikinn.
Andy og Lana Wachowski eru þekktust fyrir Matrix-þríleikinn. Vísir/AFP
KK ber þeim Wachowski-systkinum afar vel söguna en hann er einn fjölmargra Íslendinga sem fara með hlutverk í bandarísku þáttunum Sense8.

Í þáttunum fá áhorfendur að fylgjast með átta manneskjum sem búa á mismunandi stöðum í heiminum, þar á meðal Íslandi.

Sú sem er frá Íslandi er plötusnúðurinn Riley sem Tupplance Middleton leikur. KK fer með hlutverk föður Rileys í þáttunum sem heitir Gunnar en sá er konsertpíanisti í sinfóníuhljómsveit.

„Það var leitað til mín og það voru einhverjir 20 – 30 sem komu til greina og ég endaði með þetta," segir KK í viðtali við Vísi.

Fjölmargir aðrir leikarar fara með hlutverk í þáttunum en lista yfir þá má sjá hér að neðan:

Eyþór Gunnarsson

Lilja Þórisdóttir

Lilja Nótt Þórarinsdóttir

Þóra Karítas Árnadóttir

Katrín Sara Ólafsdóttir

Gunnlaugur Torfi Stefánsson

Lára Jóhanna Jónsdóttir

Dóra B. Stephensen

Urður Bergsdóttir

Elísabet Ósk Vigfúsdóttir

Halldóra Geirharðsdóttir

Þorsteinn Bachmann

Leifur B. Dagfinnsson

Jón Stefán Sigurðsson

Hannes Óli Ágústsson

Olafur S.K. Thorvalds

Bjartmar Thordarson

Stefán Hallur Stefánsson

KK segir frá samskiptum sínum við Wachowski-systkinin í viðtalinu við Vísi sem lesa má í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×