Lífið

Bjargaði tveimur hvolpum á Balí: „Virtust ekki vera búin að fá neitt að borða né drekka svo dögum skipti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frásögn Sigrúnar er mögnuð.
Frásögn Sigrúnar er mögnuð. vísir
„Daginn sem ég átti flug aftur heim til Íslands þurfti ég að koma við í verksmiðju sem framleiðir vörur fyrir merkið mitt, Gyðja Collection. Fyrir utan verksmiðjuna rak ég augun í tík og hvolpana hennar tvo sem voru vægast sagt illa farnir. Þau þrjú voru öll illa sólbrennd og virtust ekki vera búin að fá neitt að borða né drekka svo dögum skipti, jafnvel vikum. Ég er hundamamma sjálf og því gat ég ekki annað en hjálpað þeim,ׅ“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðju Collection. Hún er nýkomin heim frá Balí þar sem hún, ásamt vinkonu sinni Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur, lífskúnstner og þerapista, hélt námskeið fyrir hóp íslenskra kvenna.

„Ég fór strax í símann og leitaði að hundaathvörfum á Balí og fann eitt í grenndinni. Ég hringdi þangað í öngum mínum og lýsti því fyrir starfsmanni athvarfsins hvernig ástandið væri á tíkinni og hvolpunum hennar. Hann sagði mér að byrja á því að gefa þeim að borða og sagði mér hvernig mat ég ætti að kaupa handa þeim,“ segir Sigrún Lilju en um þetta leyti fékk hún að vita að þriðji hvolpurinn væri nýdáinn þennan sama morgun.

Vissi að hún þyrfti að hafa hraðar hendur

Sigrún Lilja beið með hundafjölskyldunni á meðan hún sendi bílstjórann sinn til að kaupa mat handa hundunum sem innihélt hrísgrjón og kjúkling og þeir borðuðu með bestu lyst.

Hvolparnir voru mjög sólbrenndir.
Allt virtist vera á uppleið þegar einn hvolpanna fékk flog beint fyrir framan Sigrúnu Lilju, stífnaði upp, datt á hliðina og byrjaði að froðufella og missa saur.

„Þá trylltist ég gjörsamlega því ég hélt að hann væri að deyja beint fyrir framan nefið á mér. En starfsmaðurinn í athvarfinu sem var í símanum reyndi að róa mig á meðan ég hágrét og sagði mér að því miður þá væri þetta algengt þegar hvolpar væru búnir að vera vanærðir að álagið gæti dregið þá til dauða. Ég trúði þessu ekki og grét yfir honum á meðan þetta gekk yfir. Svo lág hann þarna og hreyfði sig ekki og þá hélt ég að hann væri dáinn,“ segir hún.

Þá fór hvolpurinn að hreyfa loppurnar veiklega.

„Vinkona mín í athvarfinu sagði mér að líklegt væri að hann fengi slag aftur og við þyrftum að koma þeim undir læknishendur strax ef þeir ættu að lifa þetta af. Hún sagði mér að það væri of hættulegt að taka mömmuna með en mér var sagt að það væri of hættulegt fyrir mig að reyna að flytja hana - hún gæti orðið ill eftir að hafa eytt allri ævinni á götunni og fullvissaði hún mig um að athvarfið myndi senda dýralækni til að sækja hana seinna um daginn. Við náðum okkur þá í kassa og fórum ég og bílstjórinn með hvolpana tvo í dýraathvarfið.“

Fótbrotin

Annar hvolpurinn var fótbrotin og báðir skíthræddir að sögn Sigrúnar.

„Þegar þangað var komið tók dásamlegt starfsfólk við þeim og hafði hraðar hendur. Þeim var komið fyrir í huggulegu búri með mjúku undirlagi og fengu þeir hreint vatn að drekka og kláruðu úr tveimur skálum fyrir framan nefið á okkur, mat sem þeir þoldu og ást og umhyggju og var alveg hreint ótrúlegt að sjá hversu fljótir þeir voru fljótir að taka við sér. Svo var bíll sendur eftir tíkinni eins mér var lofað,“ segir Sigrún Lilja, sem er í stöðugu sambandi við starfsmenn athvarfsins eftir atburðinn.

Náskeiðið var vel heppnað.
„Ég fæ að fylgjast með hundunum og vita hvernig þeim líður en þeir eru allir að braggast sem betur fer en þeir hafa þurft á töluverðri meðferð að halda, sérstaklega útaf mjög slæmri sýkingu í húðinni hjá greyjunum. Hvolparnir eru komnir í fóstur á heimili þar sem þeir fá alla þá bestu meðferð sem völ er á þar til þeir verða ættleiddir og fékk ég nýjar myndir af þeim í gær þar sem maður sér að þeir eru allir að taka við sér,“ segir Sigrún Lilja brosandi að lokum.

Konur setji sig oft í síðasta sæti

Sigrún hefur staðið fyrir námskeiði fyrir konur á Balí. „Við konur setjum okkur oft í síðasta sæti. Við setjum vinnuna, heimilið og þarfir fjölskyldunnar oft í fyrstu sætin en gleymum okkur sjálfum. En við þurfum að gefa okkur tíma til að geta gefið af okkur til fólksins sem er í kringum okkur,“ segir Sigrún.

Námskeiðið kalla þær stöllur Empower Women- transforming retrat in Bali og snýst það um að konur læri að elska sjálfa sig til fulls og byggi sjálfar sig upp með því að leita djúpt innra með sér og endurupplifa drauma og þrár sem þær voru búnar að gefa upp á bátinn og grafa langt ofan í skúffu, setja sér markmið og koma draumunum í framkvæmd.

Sigrún Lilja og Guðbjörg héldu tvö námskeið, í apríl og maí, í bænum Ubud á Balí. Er þetta í annað sinn sem þær brydda upp á þessum sjálfstyrkingarnámskeiðum en það fyrsta var haldið í fyrra og gekk vonum framar að sögn Sigrúnar Lilju.

Hér að neðan má sjá myndband sem Sigrún Lilja hefur útbúið frá ferðinni og þeim ævintýrum sem hún lenti í.

Now it has been little over 2 weeks since I found the wild puppies and their mother on the street in Bali in a terrible shape.I just received new photos from Ebony my contact in the shelter of the puppies with news that almost made me cry from happiness.I can hardly express with words how thankful I am that there are so good souls and institutions in the world!That safe street dog life's every day Thank you B.A.R.C without your amazing help these dogs would probably have died that day Bali Dog Adoption Rehabilitation Centre

Posted by Sigrun Lilja on 3. júní 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×