Lífið

Seinfeld: „Pólitísk réttsýni er að drepa grín“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jerry Seinfeld.
Jerry Seinfeld. vísir/getty
Grínistinn Jerry Seinfeld telur að pólitísk réttsýni í heiminum eigi eftir að drepa grín. Í viðtali hjá ESPN barst talið að uppistandi og að þeirri staðreynd að uppistandarar eru hættir að skemmta í háskólum í Bandaríkjunum. Chris Rock er einni þeirra og hefur hann gefið út að hann munu aldrei aftur vera með uppistand á háskólasvæði.

„Það segja allir við mig að ég megi alls ekki koma fram í háskólum, það eru allir svo pólitískt réttsýnir þar,“ segir Seinfeld.

„Sem dæmi þá er dóttir mín fjórtán ára. Konan mín sagði við hana um daginn að væntanlega myndi hún vilja vera meira í miðbænum eftir nokkur ár, svo hún gæti hitt einhverja stráka. Þá svaraði dóttir mín henni og sagði að svona tal væri kynbundið.“

Seinfeld segir að háskólanemar skilji ekki rasisma eða tal um kynjamisrétti.

„Það vilja bara nota þessi orð, þau vita ekki einu sinni hvað í f-------- þau eru að tala um. Ég hef ekki mikinn áhuga á tali um kyn eða kynþætti, en það virðast allir vera hugsa mikið um þetta. Fyrir mér vinnur það gegn gríni, það snýst allt um að vera pólitískt réttsýnn í dag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×