Lífið

Jennifer Lopez svæsin í Marokkó

J. Lo gerir allt vitlaust.
J. Lo gerir allt vitlaust.
Söngkonan, American Idol-dómarinn, leikkonan og þúsundþjalasmiðurinn Jennifer Lopez hefur fengið á sig kæru vegna glannalegrar framkomu á tónleikum sem hún hélt í höfuðborginni Rabat í Marokkó þann 29. maí síðastliðinn.

Ku Lopez hafa verið fulldjörf í fatavali og hreyfingum á sviðinu, sé miðað við smekk Marokkómanna. Til að bæta gráu ofan á svart var tónleikunum sjónvarpað um land allt.

Er það hópur innfæddra menntamanna sem hefur lagt fram kæruna.

Tónleikahaldið var hefðbundið í anda Lopez, en þar hristast fáklæddir rassar mikið og kynferðislegir tilburðir í hávegum hafðir.

Var mál manna að með því að sjónvarpa herlegheitunum væri verið að gera lítið úr konum, vanvirða þær og kallar hópurinn eftir að svarað verði fyrir hvers vegna tónleikunum var yfir höfuð sjónvarpað.

Verði Lopez fundin sek, sem þykir reyndar harla ólíklegt, á hún yfir höfði sér eins til tveggja mánaða fangelsisvist.


Tengdar fréttir

Rassar ársins

Afturendar voru áberandi í stjörnuheimum á árinu sem er að líða.

Ár rassa og samfélagsmiðla

Söngkonan Salka Sól Eyfeld og ritstjóri Nútímans Atli Fannar Bjarkason fara yfir það minnisstæðasta í dægurmálum á árinu.

Kjólaflóð á Tony

Leiklistarverðlaunin fóru fram með pompi og pragt í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×