Lífið

Tónleikum Skálmaldar í Hljómahöll frestað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skálmöld á sviði.
Skálmöld á sviði. mynd/lalli sig
Tónleikum Skálmaldar sem fara áttu fram laugardaginn 28. mars í Hljómahöll hefur verið frestað. Ástæðan er sú að Björgvin Sigurðsson, einn gítarleikara sveitarinnar, slasaðist á vinstri hönd og er ófær um að leika á gítar sem stendur.

Sökum þessa frestast tónleikar sveitarinnar til föstudagsins 17. apríl næstkomandi og verða þeir klukkan 21. Miðar sem keyptir voru á fyrri tónleikana gilda einnig á þá seinni. Þeir sem ekki komast og vilja fá endurgreitt geta sent tölvupóst á info@tix.is eða í síma 551-3800.

Skálmöld hefur undanfarin ár verið ein vinsælasta hljómsveit landsins en á Tónlistarverðlaununum í ár hlaut sveitin flest verðlaun allra. Þar má nefna að tónleikar þeirra ásamt Sinfóníuhljómsveitinni voru valdir viðburður ársins. Meðfylgjandi er upptaka frá þeim tónleikum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×