Friðarstyrkur Rótarý Ólöf Magnúsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun