„Limited edition“ Rikka skrifar 27. febrúar 2015 10:00 visir/sagasig Ilmur af nýbökuðu bakkelsi og brosmild kona er það sem tekur á móti mér þegar ég banka upp á hjá hönnuðinum og verslunareigandanum Ásu Ninnu Pétursdóttur einn fallegan vetrarmorgun vestur í bæ. „Ég elska morgunmat og get dundað mér lengi við hann þegar tími gefst, morgunninn er mikilvægasti tími dagsins,“ segir þessi bjarti gestgjafi sem svo höfðinglega tekur á móti mér, ég sé strax eftir því að hafa japlað á þurru prótínstykki í bílnum á leiðinni en stenst þó ekki mátið og dýfi mér í kræsingarnar sem bíða. Íbúðin sem fjölskyldan býr í er björt og falleg og augljóst að hér býr smekkfólk með næma sýn á það hvernig réttast er að raða hlutunum saman.Hugurinn eins og Júpíter Fjölskylda Ásu Ninnu samanstendur af þeim Guðmundi Hallgrímssyni, kærasta hennar, og sonum þeirra tveimur, Patreki Thor, 12 ára, og Kormáki Krumma, 7 ára. „Við Gummi erum búin að vera saman í þrettán ár. Við kynntumst þegar ég var ófrísk, sem er svolítið falleg saga. Ég vissi ekki á þeim tíma sem við kynntumst að ég væri ófrísk en örlögin gripu í taumana og það varð ekki aftur snúið þar sem við gátum ekki haldið okkur hvort frá öðru þó að eðlilega hafi þetta verið svolítið erfið aðstaða. En Gummi studdi mig frá fyrsta degi og þetta varð einhvern veginn allt eins og skrifað í skýin. Stuttu síðar fæddist Patrekur og tæpum fimm árum síðar eignuðumst við Kormák Krumma, segir Ása Ninna. Þegar Patrekur var um þriggja ára aldurinn grunaði Ásu Ninnu að eitthvað væri jafnvel að. „Hann átti erfitt með augnsamband og gat til dæmis aldrei unað sér í hóp. Síðar kom svo í ljós að hann er á einhverju rófi og líklega með Aspergerheilkenni. Patrekur Thor er fyrir mér fullkominn eins og hann er og stórkostlegur karakter, við segjum stundum að hann sé „Limited edition“. Það sem háir honum kannski mest er að hann upplifir sig oft í öðrum heimi og á í kjölfarið stundum erfiðara tilfinningalega og félagslega séð.“ Eitt af þessum einkennum Asperger er að hann á til dæmis erfitt með að lesa í svipbrigði og talanda hjá fólki og þar af leiðandi á hann til að taka því sem sagt er of bókstaflega. Sem dæmi þegar hann var lítill þá sagði ég einu sinni eftir matinn að ég væri alveg að springa, þá varð hann mjög hræddur og kom svo í ljós seinna að hann hélt í alvöru að ég myndi springa,“ segir Ása Ninna og bætir við að hugarheimur Patreks sé stórfenglegur og oft mjög skemmtilegt að fá að kíkja í þann heim. „Eitt sinn þegar hann var að reyna að sofna var hann að reyna að lýsa fyrir mér óreiðunni í hausnum sínum. Á þessum tíma var hann mikið að pæla í geimnum og sagði að hugurinn sinn væri eins og Júpíter. Hugsanirnar væru eins og loftsteinar í kringum Júpíter sem rekast hver á annan og falla svo niður og týnast. Mér fannst þetta svo flott hjá honum og ótrúlega sterk myndræn lýsing á athyglisbresti og einhverfu.“ Patrekur er sterkur á mörgum sviðum og gæddur einstökum hæfileikum þegar kemur að leiklist og söng og þykir Ásu Ninnu líklegt að hann feti sína braut á því sviði. „Það kom okkur foreldrunum í opna skjöldu þegar Patrekur sóttist eftir því að fara í prufur fyrir leikritið Mary Poppins og hreppti í kjölfarið aðalhlutverkið. Við höfðum ekki hugmynd um að hann gæti leikið svona vel og hvað þá að hann hefði kjarkinn til að syngja á risastóru sviði,“ segir Ása Ninna stolt af syninum. Kormákur Krummi, yngri sonur okkar, er líka algjör gullmoli og mikil gleðisprengja. Hann er mikil félagsvera og eru þeir bræðurnir, þrátt fyrir aldursmuninn, bestu vinir. Þeir bakka hvor annan upp sama hvað gengur á og segjast oft óska þess að þeir væru tvíburar.?Gummi og Patrekur Thorúr einkasafniSaman allan sólarhringinn Ása Ninna og Guðmundur reka saman verslanirnar Suit á Skólavörðustíg og GK á Laugaveginum. En hvernig er það að vinna með maka sínum allan liðlangan daginn og halda svo í ofanálag krefjandi heimili sem þarf sína athygli til að þrífast? „Það getur bara hreinlega verið erfitt suma daga svo að ég sé alveg hreinskilin en auðvitað eru margir kostir við það líka. Þetta snýst svolítið um að reyna að finna jafnvægi og aðgreina vinnuna frá heimilislífinu. Það sem er vandmeðfarið er að takast á við áskoranir í vinnunni og koma svo heim, breyta algerlega um takt og ákveða til dæmis hvað eigi að vera í matinn, það eitt getur þá stundum orðið katastrófískt,“ segir Ása Ninna blátt áfram með kómískum undirtón. Það er eitt af því sem einkennir hana, hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og tekur ekki þátt í leikriti lífsins. Hún er það sem hún er með öllum sínum kostum og göllum en það er einmitt það sem að gerir hana svo áhugaverða og litríka. „Tíska hefur alltaf verið mikill partur af lífi mínu en samt sem áður hef ég átt í ástar- og haturssambandi við hana í gegnum tíðina og oft reynt að skilgreina af hverju mér finnst þessi bransi stundum fráhrindandi og yfirborðskenndur. En svo komst ég að því að það er bara viðhorf okkar sjálfra sem við höfum til tísku og hvernig við sem einstaklingar nálgumst hana. Fyrirbærið tíska er í sjálfu sér bara hvítur strigi og tjáningarform og að sjálfsögðu ein tegund listforms. En eins og með alla list er hægt að gangrýna hvernig við nálgumst hana og umgöngumst. Ég held að í tískuiðnaðinum sé það mjög hollt og mikilvægt að vera gagnrýninn og vera meðvitaður um það hvernig við horfum á hann. Tíska á ekki að vera eitthvað sem stjórnar okkur heldur það sem við njótum og notum til að tjá okkur.“Ása Ninna og Kormákur Krummiúr einkasafniEnginn maður er eyland Ása Ninna hefur sterkar skoðanir og er hörð í horn að taka þegar kemur að viðskiptum þótt á sama tíma glitti í mjúku hliðina og fallega hjartalagið sem hún geymir. Hugmynd sem hún hefur gengið með í maganum, þar sem tvinnuð eru saman tíska og góðgerðarmál, sameinast í fatamerki hennar, Eyland. „Draumur minn hefur lengi verið að stofna mitt eigið fatamerki og að viðskiptamódel fyrirtækisins sé byggt upp þannig að samhliða vexti gefi það af sér út í heiminn. Fyrirtæki sem er drifið áfram af ástríðu, forvitni, framsækni og samfélagslegri ábyrgð. Ég var lengi að finna rétta nafnið á merkið en þegar ég las ljóðið „No Man Is an Island“ eftir enska heimspekinginn og skáldið John Donne þá small allt saman. Enginn er eyland, öll erum við hluti af heildinni. Samhliða hverri fatalínu þá er stefnan að vera með verkefni í gangi þar sem ágóði mun renna til ákveðins málefnis. Fyrsta verkefnið er nú þegar komið í gang og mun það koma í ljós núna í mottumars hvað það mun verða. Ég hlakka mjög mikið til að segja meira frá því,“ segir Ása Ninna sposk á svip.Kvenlegi töffarinn Á eldhúsborðinu liggur bæklingur með myndum úr fyrstu línu EYLAND og af myndunum að dæma fer þarna hönnuður sem veit vel hvað hann er að gera og undirrituð er ekki frá því að örli á innblæstri frá Saint Laurent og Givenchy. „Eyland er hannað með sjálfstæðar og sterkar konur í huga sem vita hvert þær stefna og gera allt til að komast þangað. Hönnunin er stílhrein en á sama tíma svolítið hrá og töffaraleg. Týpan er kannski þessi kvenlegi töffari sem nennir ekkert endilega í kjól í brúðkaup,“ segir hún og eftir að hafa kynnst Ásu Ninnu aðeins betur þá er ekki laust við það að óafvitandi endurspegli hún sjálfa sig í hönnuninni. „Ég legg líka mikla áherslu á góð og klæðileg snið auk þess að nota vönduð efni. Ég vil að fötin endist og að sniðin séu klassísk og standist tímans tönn.“ Leður er áberandi í fyrstu línunni og viðurkennir Ása að hún sé kannski frekar ögrandi. Hún teygir sig í fallegan heilgalla úr mjúku hanskaleðri. „Leðurgalli var eitthvað sem mig langaði mikið að hafa í fyrstu línunni og ég endaði með að framleiða tvær gerðir af leðurgöllum sem telst kannski ekki mjög skynsamlegt. Ég gerði mér grein fyrir því að þeir myndu jafnvel ekki seljast og vera meira svona „showpiece“ en söluvara. En viðbrögðin komu skemmtilega á óvart og eru til dæmis nánast allir leðurgallarnir uppseldir. Íslenskar konur eru greinilega algjörir naglar og ég er svo glöð yfir því hvað línan hefur höfðað til margra.“ Fram undan er strangur undirbúningur fyrir Reykjavik Fashion Festival og er unnið hörðum höndum að haustlínu 2015 sem verður sýnd þar. Eftir að hafa fengið nasaþefinn af því sem koma skal er ekki laust við að spenningur sé í loftinu yfir því og verður forvitnilegt að fylgjast með Ásu Ninnu og hönnun hennar á komandi árum. Lífið RFF Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Ilmur af nýbökuðu bakkelsi og brosmild kona er það sem tekur á móti mér þegar ég banka upp á hjá hönnuðinum og verslunareigandanum Ásu Ninnu Pétursdóttur einn fallegan vetrarmorgun vestur í bæ. „Ég elska morgunmat og get dundað mér lengi við hann þegar tími gefst, morgunninn er mikilvægasti tími dagsins,“ segir þessi bjarti gestgjafi sem svo höfðinglega tekur á móti mér, ég sé strax eftir því að hafa japlað á þurru prótínstykki í bílnum á leiðinni en stenst þó ekki mátið og dýfi mér í kræsingarnar sem bíða. Íbúðin sem fjölskyldan býr í er björt og falleg og augljóst að hér býr smekkfólk með næma sýn á það hvernig réttast er að raða hlutunum saman.Hugurinn eins og Júpíter Fjölskylda Ásu Ninnu samanstendur af þeim Guðmundi Hallgrímssyni, kærasta hennar, og sonum þeirra tveimur, Patreki Thor, 12 ára, og Kormáki Krumma, 7 ára. „Við Gummi erum búin að vera saman í þrettán ár. Við kynntumst þegar ég var ófrísk, sem er svolítið falleg saga. Ég vissi ekki á þeim tíma sem við kynntumst að ég væri ófrísk en örlögin gripu í taumana og það varð ekki aftur snúið þar sem við gátum ekki haldið okkur hvort frá öðru þó að eðlilega hafi þetta verið svolítið erfið aðstaða. En Gummi studdi mig frá fyrsta degi og þetta varð einhvern veginn allt eins og skrifað í skýin. Stuttu síðar fæddist Patrekur og tæpum fimm árum síðar eignuðumst við Kormák Krumma, segir Ása Ninna. Þegar Patrekur var um þriggja ára aldurinn grunaði Ásu Ninnu að eitthvað væri jafnvel að. „Hann átti erfitt með augnsamband og gat til dæmis aldrei unað sér í hóp. Síðar kom svo í ljós að hann er á einhverju rófi og líklega með Aspergerheilkenni. Patrekur Thor er fyrir mér fullkominn eins og hann er og stórkostlegur karakter, við segjum stundum að hann sé „Limited edition“. Það sem háir honum kannski mest er að hann upplifir sig oft í öðrum heimi og á í kjölfarið stundum erfiðara tilfinningalega og félagslega séð.“ Eitt af þessum einkennum Asperger er að hann á til dæmis erfitt með að lesa í svipbrigði og talanda hjá fólki og þar af leiðandi á hann til að taka því sem sagt er of bókstaflega. Sem dæmi þegar hann var lítill þá sagði ég einu sinni eftir matinn að ég væri alveg að springa, þá varð hann mjög hræddur og kom svo í ljós seinna að hann hélt í alvöru að ég myndi springa,“ segir Ása Ninna og bætir við að hugarheimur Patreks sé stórfenglegur og oft mjög skemmtilegt að fá að kíkja í þann heim. „Eitt sinn þegar hann var að reyna að sofna var hann að reyna að lýsa fyrir mér óreiðunni í hausnum sínum. Á þessum tíma var hann mikið að pæla í geimnum og sagði að hugurinn sinn væri eins og Júpíter. Hugsanirnar væru eins og loftsteinar í kringum Júpíter sem rekast hver á annan og falla svo niður og týnast. Mér fannst þetta svo flott hjá honum og ótrúlega sterk myndræn lýsing á athyglisbresti og einhverfu.“ Patrekur er sterkur á mörgum sviðum og gæddur einstökum hæfileikum þegar kemur að leiklist og söng og þykir Ásu Ninnu líklegt að hann feti sína braut á því sviði. „Það kom okkur foreldrunum í opna skjöldu þegar Patrekur sóttist eftir því að fara í prufur fyrir leikritið Mary Poppins og hreppti í kjölfarið aðalhlutverkið. Við höfðum ekki hugmynd um að hann gæti leikið svona vel og hvað þá að hann hefði kjarkinn til að syngja á risastóru sviði,“ segir Ása Ninna stolt af syninum. Kormákur Krummi, yngri sonur okkar, er líka algjör gullmoli og mikil gleðisprengja. Hann er mikil félagsvera og eru þeir bræðurnir, þrátt fyrir aldursmuninn, bestu vinir. Þeir bakka hvor annan upp sama hvað gengur á og segjast oft óska þess að þeir væru tvíburar.?Gummi og Patrekur Thorúr einkasafniSaman allan sólarhringinn Ása Ninna og Guðmundur reka saman verslanirnar Suit á Skólavörðustíg og GK á Laugaveginum. En hvernig er það að vinna með maka sínum allan liðlangan daginn og halda svo í ofanálag krefjandi heimili sem þarf sína athygli til að þrífast? „Það getur bara hreinlega verið erfitt suma daga svo að ég sé alveg hreinskilin en auðvitað eru margir kostir við það líka. Þetta snýst svolítið um að reyna að finna jafnvægi og aðgreina vinnuna frá heimilislífinu. Það sem er vandmeðfarið er að takast á við áskoranir í vinnunni og koma svo heim, breyta algerlega um takt og ákveða til dæmis hvað eigi að vera í matinn, það eitt getur þá stundum orðið katastrófískt,“ segir Ása Ninna blátt áfram með kómískum undirtón. Það er eitt af því sem einkennir hana, hún kemur til dyranna eins og hún er klædd og tekur ekki þátt í leikriti lífsins. Hún er það sem hún er með öllum sínum kostum og göllum en það er einmitt það sem að gerir hana svo áhugaverða og litríka. „Tíska hefur alltaf verið mikill partur af lífi mínu en samt sem áður hef ég átt í ástar- og haturssambandi við hana í gegnum tíðina og oft reynt að skilgreina af hverju mér finnst þessi bransi stundum fráhrindandi og yfirborðskenndur. En svo komst ég að því að það er bara viðhorf okkar sjálfra sem við höfum til tísku og hvernig við sem einstaklingar nálgumst hana. Fyrirbærið tíska er í sjálfu sér bara hvítur strigi og tjáningarform og að sjálfsögðu ein tegund listforms. En eins og með alla list er hægt að gangrýna hvernig við nálgumst hana og umgöngumst. Ég held að í tískuiðnaðinum sé það mjög hollt og mikilvægt að vera gagnrýninn og vera meðvitaður um það hvernig við horfum á hann. Tíska á ekki að vera eitthvað sem stjórnar okkur heldur það sem við njótum og notum til að tjá okkur.“Ása Ninna og Kormákur Krummiúr einkasafniEnginn maður er eyland Ása Ninna hefur sterkar skoðanir og er hörð í horn að taka þegar kemur að viðskiptum þótt á sama tíma glitti í mjúku hliðina og fallega hjartalagið sem hún geymir. Hugmynd sem hún hefur gengið með í maganum, þar sem tvinnuð eru saman tíska og góðgerðarmál, sameinast í fatamerki hennar, Eyland. „Draumur minn hefur lengi verið að stofna mitt eigið fatamerki og að viðskiptamódel fyrirtækisins sé byggt upp þannig að samhliða vexti gefi það af sér út í heiminn. Fyrirtæki sem er drifið áfram af ástríðu, forvitni, framsækni og samfélagslegri ábyrgð. Ég var lengi að finna rétta nafnið á merkið en þegar ég las ljóðið „No Man Is an Island“ eftir enska heimspekinginn og skáldið John Donne þá small allt saman. Enginn er eyland, öll erum við hluti af heildinni. Samhliða hverri fatalínu þá er stefnan að vera með verkefni í gangi þar sem ágóði mun renna til ákveðins málefnis. Fyrsta verkefnið er nú þegar komið í gang og mun það koma í ljós núna í mottumars hvað það mun verða. Ég hlakka mjög mikið til að segja meira frá því,“ segir Ása Ninna sposk á svip.Kvenlegi töffarinn Á eldhúsborðinu liggur bæklingur með myndum úr fyrstu línu EYLAND og af myndunum að dæma fer þarna hönnuður sem veit vel hvað hann er að gera og undirrituð er ekki frá því að örli á innblæstri frá Saint Laurent og Givenchy. „Eyland er hannað með sjálfstæðar og sterkar konur í huga sem vita hvert þær stefna og gera allt til að komast þangað. Hönnunin er stílhrein en á sama tíma svolítið hrá og töffaraleg. Týpan er kannski þessi kvenlegi töffari sem nennir ekkert endilega í kjól í brúðkaup,“ segir hún og eftir að hafa kynnst Ásu Ninnu aðeins betur þá er ekki laust við það að óafvitandi endurspegli hún sjálfa sig í hönnuninni. „Ég legg líka mikla áherslu á góð og klæðileg snið auk þess að nota vönduð efni. Ég vil að fötin endist og að sniðin séu klassísk og standist tímans tönn.“ Leður er áberandi í fyrstu línunni og viðurkennir Ása að hún sé kannski frekar ögrandi. Hún teygir sig í fallegan heilgalla úr mjúku hanskaleðri. „Leðurgalli var eitthvað sem mig langaði mikið að hafa í fyrstu línunni og ég endaði með að framleiða tvær gerðir af leðurgöllum sem telst kannski ekki mjög skynsamlegt. Ég gerði mér grein fyrir því að þeir myndu jafnvel ekki seljast og vera meira svona „showpiece“ en söluvara. En viðbrögðin komu skemmtilega á óvart og eru til dæmis nánast allir leðurgallarnir uppseldir. Íslenskar konur eru greinilega algjörir naglar og ég er svo glöð yfir því hvað línan hefur höfðað til margra.“ Fram undan er strangur undirbúningur fyrir Reykjavik Fashion Festival og er unnið hörðum höndum að haustlínu 2015 sem verður sýnd þar. Eftir að hafa fengið nasaþefinn af því sem koma skal er ekki laust við að spenningur sé í loftinu yfir því og verður forvitnilegt að fylgjast með Ásu Ninnu og hönnun hennar á komandi árum.
Lífið RFF Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira