Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 13:29 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira