Seðlabankinn varar við gjaldþroti Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júní 2015 08:00 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Werner Faymann, fjármálaráðherra Austurríkis, ræddu við blaðamenn eftir fund sinn í gær. Faymann telur að Evrópuríki verði að standa við bakið á vinum sínum. NordicPhotos/afp Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim. Grikkland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Grikklands varaði við því í gær að ríkissjóður landsins gæti stefnt í gjaldþrot og þyrfti að hætta bæði í evrusamstarfinu og Evrópusambandinu. Gríska ríkisstjórnin og kröfuhafar kenna hver öðrum um að ekki hafi náðst samkomulag til að stuðla að efnahagsumbótum í landinu. Þar sem þetta samkomulag næst ekki fær landið ekki 7,2 milljarða evra (1.043 milljarða króna) björgunarpakka. Gríski Seðlabankinn segir að um 30 milljarða evra innstæður (4.470 milljarðar króna) hafi verið teknar út af bankareikningum frá október og fram til loka apríl. Seðlabankinn segir líka að náist ekki samkomulag um efnahagsumbætur muni það hægja á hagvexti í landinu. „Mistakist að ná samkomulagi mun það leiða til sársaukafulls ferlis sem á endanum leiðir til þess að Grikkland fer í greiðsluþrot og á endanum yfirgefa evrusvæðið og, mjög líklega, Evrópusambandið,“ segir Seðlabanki Grikklands í skýrslu. Þrátt fyrir þessa viðvörun hækkaði gengi ríkisskuldabréfa Grikklands um 0,8 prósent í viðskiptum í grísku kauphöllinni snemma í gærmorgun. En úrvalsvísitalan í Grikklandi hefur engu að síður lækkað um 11 prósent frá því á föstudag. Bréf í bönkum hafa lækkað mest. Fjármálaráðherra Austurríkis, Werner Fayman, var staddur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær til þess að reyna að ná fram lausn á málum. „Ef Evrópuríkin ætla að styrkja sig þarf að styðja hvert ríki sem þarfnast stuðnings og sýna stuðning,“ sagði hann þegar hann fundaði með Prokopis Pavlopoulos, forseta Grikklands. Fundur þeirra var haldinn í aðdraganda fundar fjármálaráðherra evruríkjanna, sem fram fer í dag. Grikkir hafa tvær vikur til að ná samkomulagi við kröfuhafa, ef það tekst ekki fara þeir í greiðsluþrot vegna 1,6 milljarða evra (238 milljarða króna) endurgreiðslu á láni sem þeir eiga að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar hefur ríkissjóður fengið frest til þess að greiða 300 milljónir evra en á jafnframt að standa skil á þeirri greiðslu 30. júní. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gríska ríkisstjórnin hafi ekki sagt sannleikann um nýjustu tilboð sem ríkinu hafi borist um efnahagsumbætur. „Ég kenni grísku ríkisstjórninni um að hafa sagt almenningi eitt og annað sem er alls ekki í samræmi við það sem ég hef sagt gríska forsætisráðherranum,“ segir Juncker. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að lánardrottnar vilji að gríska ríkisstjórnin hækki söluskatt á rafmagn. Enn aðrir ráðherrar hafa gagnrýnt hugmyndir um að hækka söluskatt á lyfjum. Juncker segir gagnrýnina byggða á misskilningi. „Ég er ekki talsmaður þess, og forsætisráðherrann veit það, að hækka söluskatt á lyfjum og rafmagni. Það yrðu stórkostleg mistök,“ segir Juncker. „Það yrði einfaldara að fást við málin ef gríska ríkisstjórnin myndi greina rétt frá því hverjar tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru,“ bætti hann við. Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, segir að Evrópusambandið sé vissulega að leggja til hækkanir á söluskatti. Annaðhvort hafi Juncker ekki lesið tillögurnar eða að hann hafi gleymt þeim.
Grikkland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira