Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2015 21:04 „Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“ Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42