Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2015 21:04 „Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“ Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
„Í íslensku samhengi er nokkuð athyglisvert að hér á Íslandi er ekki hægri öfgaflokkur sem náð hefur fjöldafylgi,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Það eru engir hægri öfgamenn á þingi. En þá hlýtur sú spurning að vakna hvort einstaklingar, bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafa talað þannig séu að reyna að fanga fylgi sem annars myndi fara til hægri öfgaflokks.“ Baldur ræddi við Hjört Hjartarson, fréttamann Stöðvar 2, fyrr í kvöld þar sem þeir veltu meðal annars fyrir sér hvort rétt væri að hafa áhyggjur af orðræðu þeirri sem Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi notast við. Baldur segir mikilvægt í þessu samhengi að horfa til grunngilda vestrænna lýðræðissamfélaga. „Eitt af því er tjáningarfrelsið, en tjáningarfrelsinu fylgir líka ábyrgð í vestrænum lýðræðissamfélögum. Ábyrgðin er einkum mikil hjá ráðamönnum – sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum og ráðherrum – og alla þá sem tala fyrir hið opinbera. Í vestrænum lýðræðissamfélögum er það náttúrulega ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu.“ Hann segir að við verðum að gera þá kröfu til ráðamanna að þeir ávarpi fjölmenningarsamfélagið. „Ef þið styðjið við bakið á fjölmenningarsamfélaginu – sem ég held að flestir þeirra geri – þá verða þeir að gera það með orði og þeir verða að tala þannig því annars er hætta á því að öfgahópar og öfgasjónarmið yfirskyggi alla umræðu í samfélaginu.“Uppgangur öfgaflokka í Evrópu virðist vera nokkur þó að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi talað gegn því, að menn ættu ekki að nýta þennan harmleik [í París] sér í hag. Má óttast það að það verði uppgangur í Evrópu og jafnvel hér á landi?„Öfgahægriflokkar hafa ekki haft svona mikinn stuðning í Evrópu síðan á millistríðsárunum. Við sjáum það í umræðunni undanfarna daga að hún pólaríserast eftir voðaverkin í París. Hver langtímaáhrifin verða er mjög erfitt að spá fyrir um. Öfgahægrimenn eru klárlega að reyna að nýta sér þessi voðaverk og bæta í andúð sína í garð múslíma, en það er ómögulegt að spá fyrir um hverjir verða ofan á í umræðunni.“
Tengdar fréttir „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Ungir sjálfstæðismenn vilja að Ásmundur biðji múslíma afsökunar Segja virkilega óviðeigandi og til umhugsunar að maður sem á sæti á æðstu stofnun Íslendinga láti ummæli sem þessi falla. 13. janúar 2015 12:37
Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42