„Betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. janúar 2015 16:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti ekki í gönguna. vísir/afp Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“ Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna samstöðugöngunnar í París en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir það að enginn úr ríkisstjórn Íslands hafi mætt í gönguna.Enginn íslenskur ráðherra fór á samstöðufundinn í París, þar sem allt að milljón manns komu saman. Þar voru þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr heiminum. Rúmlega 40 þjóðarleiðtogar gengu hönd í hönd um götur borgarinnar. Nína Björk Jónsdóttir, sendiráðunautur í París, var fulltrúi Íslands í göngunni. Forsætisráðuneytið vill koma á framfæri að franska sendiráðið á Íslandi hafi áréttað við íslensk stjórnvöld að frönsk yfirvöld séu þakklát fyrir viðbrögð og samstöðu Íslendinga í málinu og sýna því fullan skilning að staðgengill sendiherra hafi tekið þátt í samstöðugöngunni í París fyrir hönd landsins, en ekki forseti Íslands eða ráðherra úr ríkisstjórn.Nína Björk, staðgengill sendiherra, var fulltrúi Íslands í Je Suis Charlie göngunni. Hér er hún aðstoðarborgarstjórum Parísarísarborgar og sendiherra Tadjikistan.mynd/utanríkisráðuneytið„Orðsending frá franska sendiráðinu til stjórnvalda um þátttöku í göngunni barst skrifstofu forseta Íslands, forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu undir kvöld síðastliðinn föstudag. Ekki var um að ræða boð til einstakra embættismanna, heldur var það almenns eðlis,“ segir í tilkynningunni. Að ósk forsætisráðherra var kannað hvort hann gæti tekið þátt í göngunni, en að mati ráðuneytisins var erfitt að koma því við vegna ýmissa samverkandi þátta. „Ráðuneytið telur hins vegar, eftir á að hyggja, að betur hefði farið á því að einhver af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hefði mætt til göngunnar.“ Í yfirlýsingunni segir að íslensk stjórnvöld hafa, sem áður greinir, ítrekað komið samúðarkveðjum og yfirlýsingum um samstöðu og stuðning á framfæri við frönsk stjórnvöld. „Skrifaði forsætisráðherra meðal annars starfsbróður sínum, Manuel Valls, sérstakt samúðarskeyti og afhenti sendiherra Frakklands á fundi þeirra hinn 8. janúar sl. Þá var iðnaðar- og viðskiptaráðherra viðstödd samstöðufund við franska sendiráðið síðar þann dag. Forseti Íslands og utanríkisráðherra hafa ennfremur komið á framfæri samúðarkveðjum.“
Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25 Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22 Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02 Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Skammur fyrirvari, ferðatími og dagskrá meðal ástæðna fyrir fjarveru forsætisráðherra Forsætisráðuneytinu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá samstöðufundinum í París í dag. 11. janúar 2015 22:25
Dagskrá Sigmundar fæst ekki uppgefin: „Ekki í anda þessa atburðar“ Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir yfirlýsingu forsætisráðuneytisins vegna fjarveru forsætisráðherra hafa verið ítarlega. 12. janúar 2015 11:22
Össur um fjarveru Sigmundar: „Ekki boðleg frammistaða“ Þingmaðurinn segir forsætisráðuneytið eiga að ráða við það verkefni að skipuleggja ferð til Parísar með tæplega tveggja sólarhringa fyrirvara. 12. janúar 2015 14:02
Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. 11. janúar 2015 19:17