Erlent

Berlusconi dæmdur í þriggja ára fangelsi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. vísir/epa
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að múta öldungardeildarþingmanni árið 2008. Vildi Berlusconi koma þáverandi ríkisstjórn frá völdum með mútunum.

Forsætisráðherrann fyrrverandi þarf þó ekki að sitja inni þar sem málið fyrnist síðar á árinu og því ekki hægt að áfrýja því til æðri dómstóls. Í dómnum er kveðið á um að Berlusconi megi ekki gegna neinu opinberu embætti á næstu fimm árum.

Berlusconi neitaði sök í málinu en þingmaðurinn sem hann mútaði, Sergio De Gregorio, játaði að hafa fengið þrjár milljónir evra frá Berlusconi auk þess sem hann reyndi að fá aðra þingmenn til að kjósa gegn málum þáverandi ríkisstjórnar. De Gregorio var dæmdur í 20 mánaða fangelsi.

Að sögn Berlusconis gaf hann De Gregorio peningana til að fjármagna nýja stjórnmálahreyfingu.

Berlusconi missti friðhelgi sína árið 2013 þegar hann var rekinn úr öldungadeild ítalska þingsins. Hann hafði þá verið dæmdur fyrir skattsvik.


Tengdar fréttir

Berlusconi vill ekki að selja ráðandi hlut í AC Milan

Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hefur engan áhuga á því að selja ráðandi hlut í ítalska fótboltafélaginu AC Milan en í dag fréttist af risatilboði frá tælenskum kaupsýslumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×