Hef alltaf haft gaman af tilraunakraftinum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2015 13:30 Upp úr því að konur fengu kosningarétt fóru þær aðeins að rétta úr sér því smám saman fengu þær meira val í lífinu,“ segir Ásta. Vísir/GVA „Verkin í einni stofunni í Iðnó eru gerð í kringum rokkinn hennar ömmu og þá hugmynd að konur sátu á rúmstokkunum með bogin bök og spunnu á rokka langtímum saman. En upp úr því að þær fengu kosningarétt fóru þær aðeins að rétta úr sér því smám saman fengu þær meira val í lífinu og hófu að spinna öðruvísi þræði.“ Þannig lýsir Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona inntaki nýjustu verkanna á sýningunni í Iðnó um þessar mundir. Hún er líka með sýningu í Galleríi Gesti en það er taska sem dr. Magnús Gestsson hefur alltaf með sér og opnar þar sem hann stingur niður fæti. Óhlutbundnar vatnslita- og gvassmyndir eru meðal verka Ástu á sýningunum, hún kveðst hafa mikla ánægju af að mála með gvassi sem er tegund af vatnslitum. „Það er eitthvað sem ég fæst við meðfram öðru í myndlistinni og mér finnst auðvelt að bregða fyrir mig á ferðalögum. Svo eru líka olíumálverk í einni stofunni,“ lýsir hún.Ásta vinnur í ýmsa miðla og var meðal fyrstu Íslendinga til að gera myndbandsverk. „Ég var svo heppin að vera við nám í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi frá 1981 til 1984 þegar þar var mikil vídeóvakning. Ég hef samt ekki einbeitt mér að þeirri tækni í seinni tíð,“ útskýrir hún og segir að sér hafi fundist vídeólistin meira spennandi meðan fáir fengust við hana. „Ég hef alltaf haft gaman af tilraunakraftinum og að leita nýrra möguleika með nýrri tækni eða nýju efnisvali. Það er í mínu eðli,“ segir hún. „Þegar ég er fyllilega búin að ná tökum á einhverju finnst mér ég geta farið að framleiða og þá hætti ég í því. Þarf alltaf að vera í einhverri baráttu.“ Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Verkin í einni stofunni í Iðnó eru gerð í kringum rokkinn hennar ömmu og þá hugmynd að konur sátu á rúmstokkunum með bogin bök og spunnu á rokka langtímum saman. En upp úr því að þær fengu kosningarétt fóru þær aðeins að rétta úr sér því smám saman fengu þær meira val í lífinu og hófu að spinna öðruvísi þræði.“ Þannig lýsir Ásta Ólafsdóttir myndlistarkona inntaki nýjustu verkanna á sýningunni í Iðnó um þessar mundir. Hún er líka með sýningu í Galleríi Gesti en það er taska sem dr. Magnús Gestsson hefur alltaf með sér og opnar þar sem hann stingur niður fæti. Óhlutbundnar vatnslita- og gvassmyndir eru meðal verka Ástu á sýningunum, hún kveðst hafa mikla ánægju af að mála með gvassi sem er tegund af vatnslitum. „Það er eitthvað sem ég fæst við meðfram öðru í myndlistinni og mér finnst auðvelt að bregða fyrir mig á ferðalögum. Svo eru líka olíumálverk í einni stofunni,“ lýsir hún.Ásta vinnur í ýmsa miðla og var meðal fyrstu Íslendinga til að gera myndbandsverk. „Ég var svo heppin að vera við nám í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi frá 1981 til 1984 þegar þar var mikil vídeóvakning. Ég hef samt ekki einbeitt mér að þeirri tækni í seinni tíð,“ útskýrir hún og segir að sér hafi fundist vídeólistin meira spennandi meðan fáir fengust við hana. „Ég hef alltaf haft gaman af tilraunakraftinum og að leita nýrra möguleika með nýrri tækni eða nýju efnisvali. Það er í mínu eðli,“ segir hún. „Þegar ég er fyllilega búin að ná tökum á einhverju finnst mér ég geta farið að framleiða og þá hætti ég í því. Þarf alltaf að vera í einhverri baráttu.“
Menning Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp