Aron: Greinilegar framfarir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2015 00:00 Aron hugsi á hliðarlínunni. vísir/ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45