Aron: Greinilegar framfarir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2015 00:00 Aron hugsi á hliðarlínunni. vísir/ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var vitanlega ánægður með eins marks sigur Íslands á Þýskalandi í Laugardalshöllinni í kvöld, 25-24. „Það er alveg ljóst að það voru miklar framfarir frá því í gær,“ sagði Aron og vísaði þá til sjö marka taps í fyrri leik liðanna sem fór fram í gær. „Okkar aðaláhersla í þessum stutta undirbúningi til þessa hefur verið á varnarleiknum og hraðaupplhaupunum og ég er ánægður með hversu fljótt okkur hefur tekist að ná okkar grimmu 6-0 vörn í gang. Venjulega tekur það tíma en menn virðast í fínu standi - og þá hefur markvarslan fylgt með.“ „Það voru einnig framfarir í sóknarleiknum frá því í gær - meiri agi og við fáum vinstri vænginn aðeins í gang. Við fækkum líka mistökum í hraðaupphlaupum sem gerir það að verkum að við unnum þennan leik.“ Hann var ánægður með baráttuvilja íslensku strákanna og leikgleðina í hópnum. „Menn voru að berjast - það var greinilegt. Við áttum erfiðan leik í gær þar sem við byrjuðum vel og náðum góðu forskoti. En þegar við gerðum okkur seka um mistök í sóknarleiknum í síðari hálfleik var eins og neistinn hafi farið og við koðnað nokkuð niður.“ „Ég er því ánægður með að menn skuli hafa svarað fyrir það í dag með því að mæta jafn grimmir til leiks og þeir gerðu og halda ákefðinni allan leikinn. Svona vörn eins og við viljum spila útheimtir baráttu, vilja og kraft.“ „Svo í hvert skipti sem að Þjóðverjarnir náðu að vinna sig til baka inn í leikinn og komast í forystu náðum við að setja stopparann í og ná aftur tökum á leiknum. Það krefst samheldni vilja og baráttu sem við sýndum í dag.“ Aron játar því að sigrar í æfingaleikjum séu mikilvægir. „Það gefur ákveðna ró og tiltrú á liðið. Sigur gefur manni sjálfstraust en menn verða þó að leyfa sér að prófa ákveðna hluti í æfingaleikjum enda er HM langt mótt og þar þarf maður að hafa hlutina á hreinu.“ Hann segir að Sigurbergur Sveinsson hafi átt góða innkomu á vinstri sóknarvæng íslenska liðsins og Arnór hafi líka komið sterkur inn á miðjuna sem. „Það er gott að vera með leikmenn sem geta komið inn og skapað hættu utan af velli. Nú þurfum við að byggja ofan á þetta í næstu þremur leikjum og vonandi fáum við Aron inn. Það myndi styrkja okkur enn frekar.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52 Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00 Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45 Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 25-24 | Strákarnir kvöddu með sigri Flott frammistaða íslensku strákanna og mikil framför frá því í gær. 5. janúar 2015 11:52
Hefð fyrir því að kveðja þjóðina með sigri Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu spila í kvöld síðasta heimaleik sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar þegar þeir mæta Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu í Laugardalshöllinni. 5. janúar 2015 08:00
Sigurbergur: Var afslappaðari í kvöld "Mér leið betur í dag en í gær. Það þurfti einn leik til að hrista úr sér jólin og áramótin,“ sagði Sigurbergur Sveinsson sem átti góðan leik fyrir Ísland í kvöld. 5. janúar 2015 21:45
Bjarki Már: Mátti búast við vörninni sterkri "Það er mikill léttir að hafa unnið hérna þó þetta skipti í rauninni engu máli. Það er alltaf gaman að vinna,“ sagði Bjarki Már Gunnarsson sem lék allan leikinn í vörn íslenska liðsins. 5. janúar 2015 21:45