Viðskipti innlent

Ásta verður stjórnarformaður FME

Ásta Þórarinsdóttir.
Ásta Þórarinsdóttir.
Ásta Þórarinsdóttir hefur verið skipaður formaður fjármálaeftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins en auk Ástu verða í stjórn Tómas Brynjólfsson, sem auk þess er varaformaður stjórnar FME, og Arnór Sighvatsson.

Varamenn í stjórn eru Friðrik Ársælsson, Ástríður Jóhannesdóttir og Harpa Jónsdóttir.

Ásta lauk BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1994 og MS gráðu í Investment Management frá City University í London 1996. Hún hefur einnig lokið prófi í verðbréfamiðlun.

Hún starfaði hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands frá 1994 og síðar Fjármálaeftirlitinu allt til ársins 2005. Hún er framkvæmdastjóri Evu ehf. móðurfélags Sinnum, sem starfar á velferðarsviði.

Þá hefur hún setið í mörgum stjórnum og nefndum, samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, bæði á einkamarkaði og hjá hinu opinbera, s.s. hjá Jöklum – verðbréfum, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, ISB Holding, LÍN og Yfirfasteignamatsnefnd.


Tengdar fréttir

Halla Sigrún hættir hjá FME um áramótin

Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, ætlar að hætta sem stjórnarformaður þegar skipun hennar rennur út í lok árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×