Birgir fær einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Hard Rock Café var starfrækt í Kringlunni á árunum 1987 til 2005. Fréttablaðið/Einar Ólason Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári. „Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir. Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna. Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta. „Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,“ segir Birgir.Birgir BieltvedtBirgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum. „Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,“ segir Birgir. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005. Tengdar fréttir Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06 Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04 Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Sjá meira
Fjárfestirinn Birgir Bieltvedt, sem er einn eigenda Domino's á Íslandi og Joe and the Juice, er kominn með tímabundið einkaleyfi á Hard Rock á Íslandi. Þetta staðfestir hann í samtali við Fréttablaðið. Hann hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um það hvort hann muni opna Hard Rock, en ef af því verður má búast við að Hard Rock verði opnað á ný á Íslandi á næsta ári. „Ég er að skoða möguleikana. Ég er að skoða markaðinn aðeins og mögulegar staðsetningar og slíkt og er í sjálfu sér að vinna bara viðskiptaplanið, en mun taka ákvörðun innan eins til tveggja mánaða,“ segir Birgir. Birgir segist vera búinn að ræða við forsvarsmenn Hard Rock í smá tíma, en hafi ákveðið að tryggja sér einkaleyfi í þann tíma sem hann þurfi til að skoða málið, þar sem aðrir aðilar voru einnig búnir að nálgast keðjuna. Spurður hvort hann telji að verði af þessu segist Birgir vera frekar jákvæður, annars hefði hann ekki verið að skoða þetta. „Hard Rock er vel þekkt vörumerki og þeir hafa undanfarin ár verið að blása nýju lífi í konseptið. Mikill fókus er núna á gæði í mat og slíku. Ég held að þetta henti vel á íslenskum markaði, en þetta er spurning um staðsetningu og tímasetningu,“ segir Birgir.Birgir BieltvedtBirgir segist telja að staðurinn þyrfti að vera miðsvæðis. Aðspurður útilokar hann ekki að opna í Kringlunni aftur en segist sjálfur hafa mestan áhuga á að opna í miðbænum. Birgir hefur enn ekki ákveðið hver muni taka þátt í þessu með honum. „Ég þarf fyrst að taka ákvörðun um að gera þetta, svo mun ég ákveða hver verður með mér í þessu,“ segir Birgir. Í sumar var greint frá því að Hard Rock hefði áhuga á að opna hér á landi og væri að leita eftir samstarfsaðila til að sjá um rekstur veitingahúss staðarins. Hard Rock Café var rekið í Kringlunni frá 1987 til 2005. Tómas Tómasson (oft kenndur við Hamborgarabúllu Tómasar) opnaði fyrst staðinn, félagið Gaumur keypti svo stað Tómasar árið 1999 og rak hann til ársins 2005.
Tengdar fréttir Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17 Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06 Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04 Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Sjá meira
Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22
Birgir Bieltvedt eignast helmingshlut í Gló Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt og eiginkona hans, Eygló Björk Kjartansdóttir, hafa keypt helmingshlut í veitingahúsakeðjunni Gló. 30. apríl 2014 10:17
Baugur og Birgir áttu skuldsettasta pítsafyrirtæki landsins Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt, sem átti og rak pítsafyrirtækið Dominos á Íslandi stýrir nú Domino´s í Þýskalandi. DV greindi frá því í morgun að eignarhaldsfélagið Pizza-Pizza, sem á Dominos, skuldaði tæpa tvo milljarða eða 1800 milljónir. 22. nóvember 2010 12:06
Víkingastyttan af Hard Rock er á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jón Ásgeir Jóhannesson er í viðtali í nýjasta tölublaði Business Week. Þar ræðir hann við blaðamann um mögulega yfirtöku Baugs á bandarísku lúxusversluninni Saks í New York auk þess sem farið er yfir feril hans. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að styttan af Leifi Heppna sem stóð í Hard Rock Café í Kringlunni á meðan sá staður var og hét, er niðurkomin í höfuðstöðvum Baugs í London. 1. febrúar 2008 14:04
Gæti opnað í Kringlunni fyrir helgi Nýr staður Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni nánast tilbúinn. 9. apríl 2014 12:38