Ólafur Ragnar í heimsókn í Litháen Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 11:04 Forsetahjónin ásamt Dalia Grybauskaite, forseta Litháens. mynd/forseti.is Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hófu í morgun, opinbera heimsókn til Litháens í boði forseta landsins Dalia Grybauskaitė. Á morgun mun forseti Íslands halda hátíðarræðu á afmælisfundi litháenska þingsins í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skrifstofu forseta Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu taka einnig þátt í heimsókninni og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson verður viðstaddur hátíðarfund þingsins. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst með hátíðlegri athöfn við forsetahöllina í Vilnius þar sem forsetar landanna könnuðu heiðursvörð og þjóðsöngvar Íslands og Litháens voru leiknir. Að loknum viðræðufundi forsetanna og fundi íslensku sendinefndarinnar með forseta Litháens og embættismönnum héldu forsetarnir blaðamannafund. Um hádegisbil leggur forseti blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá sem létu lífið í baráttunni fyrir sjálfstæði Litháens. Að því loknu býður forsætisráðherra Algirdas Butkevičius forsetahjónunum og íslensku sendinefndinni til hádegisverðar. Forseti mun svo síðdegis eiga fund með forseta litháenska þingsins Loreta Graužinienė og flytja fyrirlestur við Mykolas Romeris háskólann í Vilnius. Fyrirlesturinn fjallar um glímu lýðræðis og markaða í kjölfar hinnar evrópsku fjármálakreppu. Í kvöld býður forseti Litháens Dalia Grybauskaitė til hátíðarkvöldverðar í forsetahöllinni til heiðurs íslensku forsetahjónunum. Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, flytur forseti Íslands hátíðarræðu á sérstökum fundi þings Litháens sem haldinn er í tilefni þess að þá verða 25 ár liðin frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt. Ræðumenn á hátíðarfundinum verða, auk forseta Íslands, forseti Litháens Dalia Grybauskaitė, forseti þingsins Loreta Graužinienė, erkibiskup Vilniusborgar Gintaras Grušas og Vytautas Landsbergis, helsti forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsins. Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hófu í morgun, opinbera heimsókn til Litháens í boði forseta landsins Dalia Grybauskaitė. Á morgun mun forseti Íslands halda hátíðarræðu á afmælisfundi litháenska þingsins í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skrifstofu forseta Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu taka einnig þátt í heimsókninni og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson verður viðstaddur hátíðarfund þingsins. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst með hátíðlegri athöfn við forsetahöllina í Vilnius þar sem forsetar landanna könnuðu heiðursvörð og þjóðsöngvar Íslands og Litháens voru leiknir. Að loknum viðræðufundi forsetanna og fundi íslensku sendinefndarinnar með forseta Litháens og embættismönnum héldu forsetarnir blaðamannafund. Um hádegisbil leggur forseti blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá sem létu lífið í baráttunni fyrir sjálfstæði Litháens. Að því loknu býður forsætisráðherra Algirdas Butkevičius forsetahjónunum og íslensku sendinefndinni til hádegisverðar. Forseti mun svo síðdegis eiga fund með forseta litháenska þingsins Loreta Graužinienė og flytja fyrirlestur við Mykolas Romeris háskólann í Vilnius. Fyrirlesturinn fjallar um glímu lýðræðis og markaða í kjölfar hinnar evrópsku fjármálakreppu. Í kvöld býður forseti Litháens Dalia Grybauskaitė til hátíðarkvöldverðar í forsetahöllinni til heiðurs íslensku forsetahjónunum. Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, flytur forseti Íslands hátíðarræðu á sérstökum fundi þings Litháens sem haldinn er í tilefni þess að þá verða 25 ár liðin frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt. Ræðumenn á hátíðarfundinum verða, auk forseta Íslands, forseti Litháens Dalia Grybauskaitė, forseti þingsins Loreta Graužinienė, erkibiskup Vilniusborgar Gintaras Grušas og Vytautas Landsbergis, helsti forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsins.
Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira