Fótbolti

Aron varamaður í jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í baráttu við Alberto Quintero í nótt.
Aron í baráttu við Alberto Quintero í nótt. Vísir/AFP
Aron Jóhannsson spilaði síðustu nítján mínúturnar er Bandaríkin gerði 1-1 jafntefli við Panama í lokaumferð riðlakeppni Gullbikarsins.

Bandaríkin var búið að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn en Panama þurfti á sigri að halda til að ná öðru sæti riðilsins.

Haítí vann 1-0 sigur á Hondúras og tryggði sér hins vegar sæti í fjóðungsúrslitum keppninnar með því að ná öðru sæti riðilsins. Panama er í þriðja sæti með þrjú stig og þarf að bíða eftir úrslitum annarra leikja til að sjá hvort að það dugi til að komast áfram. Tvö af liðunum þremur sem lenda í þriðja sæti riðlanna komast áfram.

Bandaríkjamenn voru slakir í fyrri hálfleik í nótt og Panama hafði 1-0 forystu að honum loknum með marki Blas Perez á 34. mínútu. Michael Bradley, miðjumaður Aston Villa, náði þó að jafna metin þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik.

„Það er alltaf erfitt að spila leiki þar sem annað liðið er komið áfram en allt er undir hjá hinu liðinu. Við þiggjum þó stigið og höldum áfram,“ sagði Bradley eftir leikinn.

Bandaríkin spilaði með tvo framherja í leiknum í nótt, þá Chris Wondolowski og Gyasi Zardes en sóknarleikur liðsins þótti slakur, sérstaklega framan af leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×