Lífið

Framtíðarplanið að verða indíáni

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Sunneva Björk
Sunneva Björk Vísir
Sunneva Björk Helgadóttir, 17 ára upprennandi leikkona, fór með aðalhlutverk í stuttmyndinni Smástirni sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni Winter Film Awards í New York í febrúar.

Af 75 aðalleikkonum á hátíðinni var Sunneva ein af fjórum sem tilnefndar voru sem besta leikkonan. „Það var mjög súrrealískt að vera tilnefnd, en samt voða skemmtilegt,“ segir Sunneva, en hlutverkið í Smástirni er frumraun hennar sem leikkona.

„Það var auglýst eftir leikkonum í myndina, samt 18 ára. Ég var bara 16 ára en mér var alveg sama og sótti samt um,“ segir hún og hlær.

Sunneva segir að fyrir sér sé leiklistin í sjálfu sér einföld. „Mér fannst mjög auðvelt að koma mér í karakter og þetta var bara mjög skemmtilegt. Þær voru líka svo frábærir leikstjórar, stelpurnar,“ bætir hún við.

Hvort hún fari í leiklist er ekki ákveðið, en hún hefur fengið nokkur tilboð um að leika meira, en þurft að hafa fyrir því þar sem hún stundar nú nám við Menntaskólann á Laugarvatni.

„Það gæti allt eins verið. Framtíðarplanið er samt að verða indíáni, en það er samt svo skemmtilegt fólk í leiklistinni að ég enda sennilega þar,“ segir Sunneva og hlær. 

trailer from Kennslumiðstöð Háskóla Ísl on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×