Lífið

Frestaði tónleikum fyrir dóttur

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Föðurhlutverkið er Dave Grohl mikilvægt.
Föðurhlutverkið er Dave Grohl mikilvægt. vísir/getty
Dave Grohl, söngvari rokksveitarinnar Foo Fighters, frestaði tónleikum í Perth í Ástralíu, sem áttu að vera 7. maí. Ástæðuna fyrir frestuninni segir hann vera að hann ætli að fljúga heim til Bandaríkjanna svo að hann geti farið með elstu dóttur sína, Violet, á ball, en það er víst skylda að taka föður sinn með á þann dansleik.

Til þess að Grohl geti sinnt skyldum sínum sem faðir, verða tónleikarnir færðir til sunnudagsins 8. maí og verða þeir síðustu á tónleikaferð sveitarinnar um Ástralíu.


Tengdar fréttir

Dave Grohl sama um Spotify

Vill að tónlistarmenn hætti að pæla í gróða og fari að spila á tónleikum í staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×