Tónninn færir fólk til Írlands í fornöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2015 14:15 Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Mynd/Brian FitzGibbon „Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum. Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum.
Menning Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira