Lífið

Sala á Samsung Galaxy S6 fer hratt af stað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mikil eftirvænting hefur ríkt eftir nýjasta Samsung s6 símanum um allan heim en salan hófst í um tuttugu löndum í dag, þar á meðal forsala á Íslandi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Nova, segir Íslendinga sýna nýja tækinu mikinn áhuga og margir hafa beðið mjög spenntir eftir komu hans. Fjöldi fólks mætti í verslun Nova í Lágmúla strax við opnun kl. 9 í morgun til að næla sér í nýja gripinn.

Pétur Jóhann Sigfússon leikari á væntanlega eftir að skella í sig nokkrum kaffibollum í dag þar sem hann mætti galvaskur í Lágmúlann, þegar fáir sem engir voru á ferli, laust eftir klukkan þrjú í nótt. Pétur Jóhann sér um snappið hjá Nova þessa dagana.

Pétur kom sér vel fyrir í svefnpoka fyrir utan verslun Nova til að tryggja að hann yrði fyrstur til að næla sér í nýja Samsung Galaxy S6 í forsölu.

„Ég á rosalega auðvelt með að vera einn með sjálfum mér og hafði nóg að gera. Ég var í alls konar samræðum við sjálfan mig og nýtti tækifærið til að hreinsa hluti milli mín og sjálfs míns.“


Tengdar fréttir

Sala á S6 hefst í fyrramálið

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri NOVA, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga meðal Íslendinga og gert er ráð fyrir að margir muni festa kaup á nýjum síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×