Stokkur fyrir þá sem vilja fræðast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 13:00 „Eldri bækurnar gerðu mikið gagn á undanförnum áratugum og ég vona að þessi geri það líka,“ segir Einar Laxness um hina nýju Íslandssögu A-Ö. Vísir/Pjetur „Hér er kominn allgóður stokkur með ýmsum atriðum úr sögu og umhverfi þjóðarinnar. Ég vil segja að það sé ágætt hjálparrit fyrir nemendur, blaðamenn og allan almenning,“ segir Einar Laxness, sem ásamt öðrum sagnfræðingi, Pétri Hrafni Árnasyni, hefur skrifað bókina Íslandssaga A-Ö. „Þetta er ný útgáfa, uppflettirit, sem ég tók fyrst saman fyrir 40 árum og kom út í tveimur bindum hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs,“ segir Einar og getur einnig um endurprentun fyrra bindis 1987 og endurútgáfu Vöku Helgafells 1995 í þremur bindum. Allt er það löngu uppselt. „Forlagið vildi gefa þetta efni út aftur, endurbætt og aukið. Til dæmis voru ekki mannanöfn í hinum bókunum en þau eru með núna, þótt auðvitað sakni menn þessa og hins. Svo er bætt við ýmsu fleiru sem tengist nútímanum, viðburðum sem gerst hafa frá 1995 og fram yfir hrun,“ lýsir Einar. Einar tekur fram að hann hafi lítið sem ekkert skrifað nýtt í þetta rit. „Ég er orðinn svo gamall að ég átti fullt í fangi með að ganga frá því efni sem ég hafði áður sett saman svo Pétur Hrafn var mér til aðstoðar. Hann bætti við fólki og er höfundur nýja efnisins. Svo styttum við dálítið sumt eldra efnið og útkoman er þessi 600 blaðsíðna bók.“ Spurður hvort hann hafi getað látið tölvurnar hjálpa sér við ritstörfin nú svarar Einar: „Ég er með tölvu en fyrri handrit eru ekki þar inni. Hrafn stytti gamla textann og kom með hann á próförkum til mín, ég las yfir, lagfærði og gerði athugasemdir ef mér sýndist svo. Þannig fór ég yfir allt verkið. Nú er kannski álitamál hvort svona efni á að koma út í bókarformi eða vera bara á netinu en þetta varð niðurstaðan. Eldri bækurnar gerðu mikið gagn á undanförnum áratugum og ég vona að þessar geri það líka.“ Gripið niður í Íslandssögu A-Ö af handahófi:fjöregg, egg sem varðveitir líf tiltekins einstaklings eða þjóðsagnaveru. Þannig var talið nauðsynlegt að brjóta fjöregg trölls til þess að vega það.fjörulalli, þjóðsagnavera í líki sækindar og á stærð við meðalmann sem talið var að hrekti fólk í sjóinn.Flatey, ein Vestureyja á Breiðafirði í Austur-Barðastrandarsýslu. Hún reis úr sæ á ísöld þegar skriðjöklar hopuðu og fyrir vikið er hún vogskorin og mýrlend. Þar var stofnað klaustur af Ágústínusarreglu 1172, sennilega af Ögmundi Kálfssyni, fyrsta ábótanum, sem var starfrækt í 12 ár. Eyjan varð snemma mikilvægur verslunarstaður (löggiltur 1777) og víðfræg menningarmiðstöð. Guðmundur Scheving hóf útgerð þilskipa í Flatey 1822 og átti jafnframt hákarlaskip. Eyjarskeggjar urðu flestir um 400 upp úr aldamótunum 1900 en þegar leið á 20. öld fækkaði þeim jafnt og þétt og um aldamótin 2000 taldist þar aðeins ein jörð með fastri búsetu. Þar er þyrping vel varðveittra húsa og blómlegt líf á sumrin. Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Hér er kominn allgóður stokkur með ýmsum atriðum úr sögu og umhverfi þjóðarinnar. Ég vil segja að það sé ágætt hjálparrit fyrir nemendur, blaðamenn og allan almenning,“ segir Einar Laxness, sem ásamt öðrum sagnfræðingi, Pétri Hrafni Árnasyni, hefur skrifað bókina Íslandssaga A-Ö. „Þetta er ný útgáfa, uppflettirit, sem ég tók fyrst saman fyrir 40 árum og kom út í tveimur bindum hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs,“ segir Einar og getur einnig um endurprentun fyrra bindis 1987 og endurútgáfu Vöku Helgafells 1995 í þremur bindum. Allt er það löngu uppselt. „Forlagið vildi gefa þetta efni út aftur, endurbætt og aukið. Til dæmis voru ekki mannanöfn í hinum bókunum en þau eru með núna, þótt auðvitað sakni menn þessa og hins. Svo er bætt við ýmsu fleiru sem tengist nútímanum, viðburðum sem gerst hafa frá 1995 og fram yfir hrun,“ lýsir Einar. Einar tekur fram að hann hafi lítið sem ekkert skrifað nýtt í þetta rit. „Ég er orðinn svo gamall að ég átti fullt í fangi með að ganga frá því efni sem ég hafði áður sett saman svo Pétur Hrafn var mér til aðstoðar. Hann bætti við fólki og er höfundur nýja efnisins. Svo styttum við dálítið sumt eldra efnið og útkoman er þessi 600 blaðsíðna bók.“ Spurður hvort hann hafi getað látið tölvurnar hjálpa sér við ritstörfin nú svarar Einar: „Ég er með tölvu en fyrri handrit eru ekki þar inni. Hrafn stytti gamla textann og kom með hann á próförkum til mín, ég las yfir, lagfærði og gerði athugasemdir ef mér sýndist svo. Þannig fór ég yfir allt verkið. Nú er kannski álitamál hvort svona efni á að koma út í bókarformi eða vera bara á netinu en þetta varð niðurstaðan. Eldri bækurnar gerðu mikið gagn á undanförnum áratugum og ég vona að þessar geri það líka.“ Gripið niður í Íslandssögu A-Ö af handahófi:fjöregg, egg sem varðveitir líf tiltekins einstaklings eða þjóðsagnaveru. Þannig var talið nauðsynlegt að brjóta fjöregg trölls til þess að vega það.fjörulalli, þjóðsagnavera í líki sækindar og á stærð við meðalmann sem talið var að hrekti fólk í sjóinn.Flatey, ein Vestureyja á Breiðafirði í Austur-Barðastrandarsýslu. Hún reis úr sæ á ísöld þegar skriðjöklar hopuðu og fyrir vikið er hún vogskorin og mýrlend. Þar var stofnað klaustur af Ágústínusarreglu 1172, sennilega af Ögmundi Kálfssyni, fyrsta ábótanum, sem var starfrækt í 12 ár. Eyjan varð snemma mikilvægur verslunarstaður (löggiltur 1777) og víðfræg menningarmiðstöð. Guðmundur Scheving hóf útgerð þilskipa í Flatey 1822 og átti jafnframt hákarlaskip. Eyjarskeggjar urðu flestir um 400 upp úr aldamótunum 1900 en þegar leið á 20. öld fækkaði þeim jafnt og þétt og um aldamótin 2000 taldist þar aðeins ein jörð með fastri búsetu. Þar er þyrping vel varðveittra húsa og blómlegt líf á sumrin.
Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira