Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Almannatengslafulltrúi Dunkin’ Donuts staðfestir að viðræður séu um opnun veitingahúss á Íslandi. Nordicphotos/getty Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið á í viðræðum við mögulegan samstarfsaðila hérlendis um að hefja starfsemi hér. Þetta staðfestir Justin Drake, starfsmaður almannatengslaskrifstofu Dunkin'Donuts, í tölvupósti til Markaðarins. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur til að opna kaffihús hér á landi á þessu ári. Ef af verður þá yrði það fyrsta alþjóðlega kaffihúsið á Íslandi. „Eftir að hafa kannað málið hjá alþjóðaskrifstofu okkar þá getum við staðfest að Dunkin' Donuts hefur verið í viðræðum við fyrirtæki á Íslandi um að selja hágæða kaffi, samlokur og bakkelsi á Íslandi undir merkjum Dunkin' Donuts. Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frekari upplýsingar á þessum tímapunkti,“ segir í svari frá Drake. Dunkin' Donuts er eitt stærsta kaffihús í heimi og selur meira en einn milljarð kaffibolla árlega. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Canton í Massachusetts, var stofnað árið 1950 af William Rosenberg. Keðjan stækkaði ört og árið 1963 voru komnir 100 veitingastaðir í Bandaríkjunum. Árið 1965 var svo fyrsti veitingastaðurinn utan Norður-Ameríku opnaður en það var í Japan árið 1970. Fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndunum var opnað í Taby-verslunarmiðstöðinni í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 5. desember 2014. Nú eru ellefu þúsund kaffihús víðsvegar í 34 löndum og kaupa rösklega þrjár milljónir manna kaffi þar á hverjum degi. Dunkin' Donuts selur alls kyns heita og kalda kaffidrykki, svo og kleinuhringina frægu, og kökur og rúnnstykki. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsafyrirtækið á í viðræðum við mögulegan samstarfsaðila hérlendis um að hefja starfsemi hér. Þetta staðfestir Justin Drake, starfsmaður almannatengslaskrifstofu Dunkin'Donuts, í tölvupósti til Markaðarins. Samkvæmt heimildum Markaðarins stendur til að opna kaffihús hér á landi á þessu ári. Ef af verður þá yrði það fyrsta alþjóðlega kaffihúsið á Íslandi. „Eftir að hafa kannað málið hjá alþjóðaskrifstofu okkar þá getum við staðfest að Dunkin' Donuts hefur verið í viðræðum við fyrirtæki á Íslandi um að selja hágæða kaffi, samlokur og bakkelsi á Íslandi undir merkjum Dunkin' Donuts. Við höfum ekki skrifað undir samninga enn þá og getum því ekki veitt frekari upplýsingar á þessum tímapunkti,“ segir í svari frá Drake. Dunkin' Donuts er eitt stærsta kaffihús í heimi og selur meira en einn milljarð kaffibolla árlega. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Canton í Massachusetts, var stofnað árið 1950 af William Rosenberg. Keðjan stækkaði ört og árið 1963 voru komnir 100 veitingastaðir í Bandaríkjunum. Árið 1965 var svo fyrsti veitingastaðurinn utan Norður-Ameríku opnaður en það var í Japan árið 1970. Fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndunum var opnað í Taby-verslunarmiðstöðinni í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, þann 5. desember 2014. Nú eru ellefu þúsund kaffihús víðsvegar í 34 löndum og kaupa rösklega þrjár milljónir manna kaffi þar á hverjum degi. Dunkin' Donuts selur alls kyns heita og kalda kaffidrykki, svo og kleinuhringina frægu, og kökur og rúnnstykki.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira