Jólabókaflóð uppgjör: Arnaldur er konungurinn Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2015 11:16 Arnaldur Indriðason. Undanfarin fimmtán ár hefur hann einokað sölulistana. Jóhann Páll Arnaldur Indriðason átti söluhæstu bók síðustu árs, Kamp Knox. Frá útkomu Mýrarinnar, árið 2000 hefur Arnaldur átt eitt af efstu sætunum yfir mest seldu bækur ársins síðustu fimmtán ár. Fyrsta bók Arnaldar Indriðasonar, Synir duftsins, kom út árið 1997. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, en hún var svo vinsamleg að fara yfir listann með Vísi nú að teknu tilliti til sölu undanfarinna ára. Ekki fást upplýsingar um sölutölur, þær eru ekki gefnar upp en árangur Arnaldar er magnaður, hann er nú með vel yfir tíu þúsund eintök seld sem og Yrsa Sigurðardóttir. DNA, nýjasta bók hennar, endaði í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins 2014. Bryndís segir að Yrsa hafi verið á árslistanum í 10 ár eða frá því að fyrsta spennusagan hennar, Þriðja táknið, kom út árið 2005. „Árið 2011 átti hún söluhæstu bók ársins og oft hefur verið mjótt á mununum á milli þeirra Arnaldar og Yrsu. Yrsa var í upphafi vinsæll barnabókahöfundur á árunum 1998-2003 svo segja má að Yrsa og Arnaldur hafi stigið fram á ritvöllinn á sama tíma.“ Arnaldur og Yrsa skera sig nokkuð frá öðrum höfundum sé litið til bóksölu en við þetta uppgjör er stuðst við tölur að frádregnum skilum milli jóla og nýárs. Óttar Sveinsson má einnig vel við una en hann er sá höfundur sem lengst hefur setið listann yfir mest seldu bækur ársins. „Hann sendi frá sér sína fyrstu Útkallsbók árið 1994, Útkall – Alfa TF SIF. Í 21 ár hafa Útkallsbækurnar verið á meðal mest seldu bóka ársins og endaði Örlagaskotið, sem kom út í fyrra, í fimmta sæti árslistans.“ Og Bryndís nefnir einnig Gunnar Helgason sem virðist vera að blanda sér í þennan hóp: „Aukaspyrna á Akureyri var tíunda mest selda bók ársins 2012, Rangstæður í Reykjavík lenti í níunda sæti árið 2013 og á síðasta ári flaug Gula spjaldið í Gautaborg upp í fjórða sæti yfir mest seldu bækur ársins.“ Að sögn Bryndísar mega þetta heita sannkallaðir maraþonhöfundar Íslands. Þeir láta ekki ár líða án þess að leggja nýtt verk í hendur íslenskra lesenda og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. „En, það dylst svo engum að Ófeigur Sigurðsson átti bókmenntaverk ársins, Öræfi, sem endaði sem þriðja mest selda bókin.“Topplistinn – Söluhæstu bækur Bóksölulistans árið 2014 1. Kamp Knox - Arnaldur Indriðason 2. DNA - Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi - Ófeigur Sigurðsson 4. Gula spjaldið í Gautaborg - Gunnar Helgason 5. Útkall – Örlagaskotið - Óttar Sveinsson 6. Þín eigin þjóðsaga - Ævar Þór Benediktsson 7. Vísindabók Villa 2 - Vilhelm Anton Jónsson 8. Saga þeirra, sagan mín - Helga Guðrún Johnson 9. Sveitin í sálinni - Eggert Þór Bernharðsson 10. Ljónatemjarinn - Camilla Läckberg Ævisögur 1. Saga þeirra, saga mín - Helga Guðrún Johnson 2. Svarthvítir dagar - Jóhanna Kristjónsdóttir 3. Hans Jónatan : Maðurinn sem stal sjálfum sér - Gísli Pálsson 4. Í krafti sannfæringar : saga lögmanns og dómara - Jón Steinar Gunnlaugsson 5. Líf mitt – innbundin - Luis Suárez 6. Sigurður dýralæknir 2 - Sigurður Sigurðarson 7. Handan minninga – innbundin - Sally Magnusson 8. Líf mitt – kilja - Luis Suárez 9. Villt - Cheryl Strayed 10. Hljóðin í nóttinni : minningasaga - Björg Guðrún Gísladóttir Íslensk skáldverk 1. Kamp Knox - Arnaldur Indriðason 2. DNA - Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi - Ófeigur Sigurðsson 4. Vonarlandið - Kristín Steinsdóttir 5. Kata - Steinar Bragi 6. Skálmöld - Einar Kárason 7. Litlu dauðarnir - Stefán Máni 8. Táningabók - Sigurður Pálsson 9. Englaryk - Guðrún Eva Mínervudóttir 10. Gæðakonur - Steinunn Sigurðardóttir Þýdd skáldverk 1. Ljónatemjarinn - Camilla Läckberg 2. Náðarstund - Hannah Kent 3. Amma biður að heilsa - Fredrik Backman 4. Marco-áhrifin - Jussi Adler-Olsen 5. Pabbi er farinn á veiðar – innbundin - Mary Higgins Clark 6. Bragð af ást - Dorothy Koomson 7. Piparkökuhúsið - Carin Gerhardsen 8. Eða deyja ella - Lee Child 9. HHhH - Laurent Binet 10. Sandmaðurinn - Lars Kepler Barnabækur 1. Gula spjaldið í Gautaborg - Gunnar Helgason 2. Þín eigin þjóðsaga - Ævar Þór Benediktsson 3. Vísindabók Villa 2 - Vilhelm Anton Jónsson 4. Frozen hárbókin - Theodóra Mjöll / Walt Disney 5. Rottuborgari - David Walliams 6. Fjölfræðibók Sveppa - Sverrir Þór Sverrisson 7. Loom æðið - Kat Roberts 8. Jólasyrpa 2014 - Walt Disney 9. Ævintýri fyrir yngstu börnin - Ýmsir höfundar 10. Leitin að Blóðey : Ótrúleg ævintýri afa - Guðni Líndal Benediktsson Ungmennabækur 1. Hjálp - Þorgrímur Þráinsson 2. Fótboltaspurningar - Bjarni Þór Guðjónsson / Guðjón Eiríksson 3. Hafnfirðingabrandarinn - Bryndís Björgvinsdóttir 4. Eleanor og Park - Rainbow Rowell 5. Töfradísin - Leyndardómurinn um hinn ódauðlega... - Michael Scott 6. Arfleifð - Veronica Roth 7. Djásn : Freyju saga 2 - Sif Sigmarsdóttir 8. Maðurinn sem hataði börn - Þórarinn Leifsson 9. Skrifað í stjörnurnar - John Green 10. Óreiða - Lauren Oliver Fræði og almennt efni 1. Útkall : Örlagaskotið - Óttar Sveinsson 2. Sveitin í sálinni - Eggert Þór Bernharðsson 3. Orðbragð - Brynja Þorgeirsdóttir / Bragi Valdimar Skúlason 4. Hrossahlátur - Júlíus Brjánsson 5. Króm og hvítir hringir - Örn Sigurðsson 6. Háski í hafi II - Illugi Jökulsson 7. Orð að sönnu : Íslenskir málshættir og orðskviðir - Jón G. Friðjónsson 8. Flugvélar í máli og myndum - Sam Atkinson / Jemima Dunnie 9. Lífríki Íslands - Snorri Baldursson 10. Draumaráðningar - Símon Jón Jóhannsson Ljóð & leikrit 1. Íslensk úrvalsljóð - Guðmundur Andri Thorsson valdi 2. Tautar og raular - Þórarinn Eldjárn 3. Drápa - Gerður Kristný 4. Íslenskar úrvalsstökur - Guðmundur Andri Thorsson valdi 5. Árleysi árs og alda (askja með CD) - Bjarki Karlsson 6. Kok - Kristín Eiríksdóttir 7. Ljóðasafn - Gerður Kristný 8. Enn sefur vatnið - Valdimar Tómasson 9. Yahya Hassan - Yahya Hassan 10. Árleysi árs og alda - Bjarki Karlsson Matreiðslubækur 1. Bjór - Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring 2. Frozen matreiðslubókin - Siggi Hall / Walt Disney 3. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran 4. Læknirinn í eldhúsinu : veislan endalausa - Ragnar Freyr Ingvarsson 5. 30 dagar - leið til betri lífsstíls - Davíð Kristinsson 6. Af bestu lyst 4 - Heiða Björg Hilmisdóttir / Laufey Steingrímsdóttir / Gunnar Sverriss. 7. 5:2 mataræðið með Lukku í Happ - Unnur Guðrún Pálsdóttir 8. Eldhúsið okkar: Íslenskur hátíðarmatur - Magnús Ingi Magnússon 9. Eldhúsið okkar - Magnús Ingi Magnússon 10. Stóra Disney heimilisréttabókin - Margrét Þóra Þorláksdóttir / Walt Disney Handavinnubækur 1. Stóra heklbókin - May Corfield 2. Íslenskt prjón - 25 tilbrigði - Hélène Magnússon 3. Heklfélagið : úrval uppskrifta eftir 15 hönnuði - Tinna Þórudóttir Þorvaldar 4. Tvöfalt prjón : flott báðum megin - Guðrún María Guðmundsdóttir 5. Hekl, skraut og fylgihlutir - Ros Badger 6. Prjónabiblían - Gréta Sörensen 7. Litlu skrímslin - Nuriya Khegay 8. Þóra : heklbók - Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir 9. Treflaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 10. Prjónaást - Jessica Biscoe Hljóðbókalisti 1. Skálmöld - Einar Kárason 2. Kamp Knox - Arnaldur Indriðason 3. Útkall-örlagaskotið - Óttar Sveinsson 4. Skemmtilegu smábarnabækurnar - Ýmsir 5. Litlu dauðarnir - Stefán Máni 6. Afdalabarn - Guðrún frá Lundi 7. DNA - Yrsa Sigurðardóttir 8. Hallgerður - Guðni Ágústsson 9. Gæðakonur - Steinunn Sigurðardóttir 10. Góði dátinn Svejk - Jaroslav Hašek Kiljulistinn 1. Ljónatemjarinn - Camilla Läckberg 2. Afdalabarn - Guðrún frá Lundi 3. Marco-áhrifin - Jussi Adler-Olsen 4. Bragð af ást - Dorothy Koomson 5. Piparkökuhúsið - Carin Gerhardsen 6. Eða deyja ella - Lee Child 7. HHhH - Laurent Binet 8. Sandmaðurinn - Lars Kepler 9. Í innsta hring - Vivica Sten 10. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Arnaldur Indriðason átti söluhæstu bók síðustu árs, Kamp Knox. Frá útkomu Mýrarinnar, árið 2000 hefur Arnaldur átt eitt af efstu sætunum yfir mest seldu bækur ársins síðustu fimmtán ár. Fyrsta bók Arnaldar Indriðasonar, Synir duftsins, kom út árið 1997. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda, en hún var svo vinsamleg að fara yfir listann með Vísi nú að teknu tilliti til sölu undanfarinna ára. Ekki fást upplýsingar um sölutölur, þær eru ekki gefnar upp en árangur Arnaldar er magnaður, hann er nú með vel yfir tíu þúsund eintök seld sem og Yrsa Sigurðardóttir. DNA, nýjasta bók hennar, endaði í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins 2014. Bryndís segir að Yrsa hafi verið á árslistanum í 10 ár eða frá því að fyrsta spennusagan hennar, Þriðja táknið, kom út árið 2005. „Árið 2011 átti hún söluhæstu bók ársins og oft hefur verið mjótt á mununum á milli þeirra Arnaldar og Yrsu. Yrsa var í upphafi vinsæll barnabókahöfundur á árunum 1998-2003 svo segja má að Yrsa og Arnaldur hafi stigið fram á ritvöllinn á sama tíma.“ Arnaldur og Yrsa skera sig nokkuð frá öðrum höfundum sé litið til bóksölu en við þetta uppgjör er stuðst við tölur að frádregnum skilum milli jóla og nýárs. Óttar Sveinsson má einnig vel við una en hann er sá höfundur sem lengst hefur setið listann yfir mest seldu bækur ársins. „Hann sendi frá sér sína fyrstu Útkallsbók árið 1994, Útkall – Alfa TF SIF. Í 21 ár hafa Útkallsbækurnar verið á meðal mest seldu bóka ársins og endaði Örlagaskotið, sem kom út í fyrra, í fimmta sæti árslistans.“ Og Bryndís nefnir einnig Gunnar Helgason sem virðist vera að blanda sér í þennan hóp: „Aukaspyrna á Akureyri var tíunda mest selda bók ársins 2012, Rangstæður í Reykjavík lenti í níunda sæti árið 2013 og á síðasta ári flaug Gula spjaldið í Gautaborg upp í fjórða sæti yfir mest seldu bækur ársins.“ Að sögn Bryndísar mega þetta heita sannkallaðir maraþonhöfundar Íslands. Þeir láta ekki ár líða án þess að leggja nýtt verk í hendur íslenskra lesenda og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra. „En, það dylst svo engum að Ófeigur Sigurðsson átti bókmenntaverk ársins, Öræfi, sem endaði sem þriðja mest selda bókin.“Topplistinn – Söluhæstu bækur Bóksölulistans árið 2014 1. Kamp Knox - Arnaldur Indriðason 2. DNA - Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi - Ófeigur Sigurðsson 4. Gula spjaldið í Gautaborg - Gunnar Helgason 5. Útkall – Örlagaskotið - Óttar Sveinsson 6. Þín eigin þjóðsaga - Ævar Þór Benediktsson 7. Vísindabók Villa 2 - Vilhelm Anton Jónsson 8. Saga þeirra, sagan mín - Helga Guðrún Johnson 9. Sveitin í sálinni - Eggert Þór Bernharðsson 10. Ljónatemjarinn - Camilla Läckberg Ævisögur 1. Saga þeirra, saga mín - Helga Guðrún Johnson 2. Svarthvítir dagar - Jóhanna Kristjónsdóttir 3. Hans Jónatan : Maðurinn sem stal sjálfum sér - Gísli Pálsson 4. Í krafti sannfæringar : saga lögmanns og dómara - Jón Steinar Gunnlaugsson 5. Líf mitt – innbundin - Luis Suárez 6. Sigurður dýralæknir 2 - Sigurður Sigurðarson 7. Handan minninga – innbundin - Sally Magnusson 8. Líf mitt – kilja - Luis Suárez 9. Villt - Cheryl Strayed 10. Hljóðin í nóttinni : minningasaga - Björg Guðrún Gísladóttir Íslensk skáldverk 1. Kamp Knox - Arnaldur Indriðason 2. DNA - Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi - Ófeigur Sigurðsson 4. Vonarlandið - Kristín Steinsdóttir 5. Kata - Steinar Bragi 6. Skálmöld - Einar Kárason 7. Litlu dauðarnir - Stefán Máni 8. Táningabók - Sigurður Pálsson 9. Englaryk - Guðrún Eva Mínervudóttir 10. Gæðakonur - Steinunn Sigurðardóttir Þýdd skáldverk 1. Ljónatemjarinn - Camilla Läckberg 2. Náðarstund - Hannah Kent 3. Amma biður að heilsa - Fredrik Backman 4. Marco-áhrifin - Jussi Adler-Olsen 5. Pabbi er farinn á veiðar – innbundin - Mary Higgins Clark 6. Bragð af ást - Dorothy Koomson 7. Piparkökuhúsið - Carin Gerhardsen 8. Eða deyja ella - Lee Child 9. HHhH - Laurent Binet 10. Sandmaðurinn - Lars Kepler Barnabækur 1. Gula spjaldið í Gautaborg - Gunnar Helgason 2. Þín eigin þjóðsaga - Ævar Þór Benediktsson 3. Vísindabók Villa 2 - Vilhelm Anton Jónsson 4. Frozen hárbókin - Theodóra Mjöll / Walt Disney 5. Rottuborgari - David Walliams 6. Fjölfræðibók Sveppa - Sverrir Þór Sverrisson 7. Loom æðið - Kat Roberts 8. Jólasyrpa 2014 - Walt Disney 9. Ævintýri fyrir yngstu börnin - Ýmsir höfundar 10. Leitin að Blóðey : Ótrúleg ævintýri afa - Guðni Líndal Benediktsson Ungmennabækur 1. Hjálp - Þorgrímur Þráinsson 2. Fótboltaspurningar - Bjarni Þór Guðjónsson / Guðjón Eiríksson 3. Hafnfirðingabrandarinn - Bryndís Björgvinsdóttir 4. Eleanor og Park - Rainbow Rowell 5. Töfradísin - Leyndardómurinn um hinn ódauðlega... - Michael Scott 6. Arfleifð - Veronica Roth 7. Djásn : Freyju saga 2 - Sif Sigmarsdóttir 8. Maðurinn sem hataði börn - Þórarinn Leifsson 9. Skrifað í stjörnurnar - John Green 10. Óreiða - Lauren Oliver Fræði og almennt efni 1. Útkall : Örlagaskotið - Óttar Sveinsson 2. Sveitin í sálinni - Eggert Þór Bernharðsson 3. Orðbragð - Brynja Þorgeirsdóttir / Bragi Valdimar Skúlason 4. Hrossahlátur - Júlíus Brjánsson 5. Króm og hvítir hringir - Örn Sigurðsson 6. Háski í hafi II - Illugi Jökulsson 7. Orð að sönnu : Íslenskir málshættir og orðskviðir - Jón G. Friðjónsson 8. Flugvélar í máli og myndum - Sam Atkinson / Jemima Dunnie 9. Lífríki Íslands - Snorri Baldursson 10. Draumaráðningar - Símon Jón Jóhannsson Ljóð & leikrit 1. Íslensk úrvalsljóð - Guðmundur Andri Thorsson valdi 2. Tautar og raular - Þórarinn Eldjárn 3. Drápa - Gerður Kristný 4. Íslenskar úrvalsstökur - Guðmundur Andri Thorsson valdi 5. Árleysi árs og alda (askja með CD) - Bjarki Karlsson 6. Kok - Kristín Eiríksdóttir 7. Ljóðasafn - Gerður Kristný 8. Enn sefur vatnið - Valdimar Tómasson 9. Yahya Hassan - Yahya Hassan 10. Árleysi árs og alda - Bjarki Karlsson Matreiðslubækur 1. Bjór - Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring 2. Frozen matreiðslubókin - Siggi Hall / Walt Disney 3. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran 4. Læknirinn í eldhúsinu : veislan endalausa - Ragnar Freyr Ingvarsson 5. 30 dagar - leið til betri lífsstíls - Davíð Kristinsson 6. Af bestu lyst 4 - Heiða Björg Hilmisdóttir / Laufey Steingrímsdóttir / Gunnar Sverriss. 7. 5:2 mataræðið með Lukku í Happ - Unnur Guðrún Pálsdóttir 8. Eldhúsið okkar: Íslenskur hátíðarmatur - Magnús Ingi Magnússon 9. Eldhúsið okkar - Magnús Ingi Magnússon 10. Stóra Disney heimilisréttabókin - Margrét Þóra Þorláksdóttir / Walt Disney Handavinnubækur 1. Stóra heklbókin - May Corfield 2. Íslenskt prjón - 25 tilbrigði - Hélène Magnússon 3. Heklfélagið : úrval uppskrifta eftir 15 hönnuði - Tinna Þórudóttir Þorvaldar 4. Tvöfalt prjón : flott báðum megin - Guðrún María Guðmundsdóttir 5. Hekl, skraut og fylgihlutir - Ros Badger 6. Prjónabiblían - Gréta Sörensen 7. Litlu skrímslin - Nuriya Khegay 8. Þóra : heklbók - Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir 9. Treflaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 10. Prjónaást - Jessica Biscoe Hljóðbókalisti 1. Skálmöld - Einar Kárason 2. Kamp Knox - Arnaldur Indriðason 3. Útkall-örlagaskotið - Óttar Sveinsson 4. Skemmtilegu smábarnabækurnar - Ýmsir 5. Litlu dauðarnir - Stefán Máni 6. Afdalabarn - Guðrún frá Lundi 7. DNA - Yrsa Sigurðardóttir 8. Hallgerður - Guðni Ágústsson 9. Gæðakonur - Steinunn Sigurðardóttir 10. Góði dátinn Svejk - Jaroslav Hašek Kiljulistinn 1. Ljónatemjarinn - Camilla Läckberg 2. Afdalabarn - Guðrún frá Lundi 3. Marco-áhrifin - Jussi Adler-Olsen 4. Bragð af ást - Dorothy Koomson 5. Piparkökuhúsið - Carin Gerhardsen 6. Eða deyja ella - Lee Child 7. HHhH - Laurent Binet 8. Sandmaðurinn - Lars Kepler 9. Í innsta hring - Vivica Sten 10. Ólæsinginn sem kunni að reikna - Jonas Jonasson
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira