Menning

Ætla að koma öllum í gott skap

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Jóhann G. Jóhannsson, Bryndís Pétursdóttir, Eydís Franzdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Steef van Oosterhout og Herdís Anna Jónsdóttir.
Jóhann G. Jóhannsson, Bryndís Pétursdóttir, Eydís Franzdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Steef van Oosterhout og Herdís Anna Jónsdóttir.
„Við frumflytjum verkið What the Heck? sem Jóhann G. Jóhannsson samdi fyrir okkur Dísurnar og Steef van Oosterhout slagverksleikara. Það er glænýtt og bráðskemmtilegt og kinkar kolli í átt að barokki, djassi og blúsi og danstöktum.“

Þannig byrjar Eydís Franzdóttir óbóleikari að lýsa efni tónleika sem kvartettinn Dísurnar heldur í Norræna húsinu á sunnudag klukkan 15.15.

„Þau Herdís Anna Jónsdóttir og Steef flytja líka verkið Fimm lög frá Gautlöndum sem Snorri Sigfús Birgisson vann upp úr gömlum þjóðlögum sem afasystir Herdísar Önnu söng á sínum tíma inn á band.

Svo verður leikinn litríkur kvartett eftir finnska tónskáldið Rautavaara og kvikmyndatónlist Nino Rota sem Jóhann G. setti saman í eina syrpu og hefur slegið í gegn hvar sem við höfum spilað hana. Það er músík sem fólk þekkir og kemur öllum í gott skap.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.