Feta í fótspor foreldranna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:00 Leiklistarnemar Eygló, dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, Elísabet, dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur og Valgeirs Skagfjörð og Hlynur, sonur Þorsteins Guðmundssonar og Jóhönnu Halldórsdóttur. fréttablaðið/stefán Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“ Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hlynur Þorsteinsson, Elísabet Skagfjörð og Eygló Hilmarsdóttir eru þrjú af níu sem komust inn í leiklistardeild Listaháskólans. Þau eru rétt að ná sér niður á jörðina eftir miklar tilfinningasveiflur síðustu daga, biðina og svo spennufallið við að komast inn. Leiklistargyðjan er þeim alls ekki ókunnug enda öll alin upp af listafólki. Þau segja það þó engan bagga að vera leikarabörn, nema ef til vill að mæta í viðtöl eins og þetta.Foreldrar Hlyns eru Þorsteinn Guðmundsson, leikari og uppistandari, og Jóhanna Halldórsdóttir söngkona. Elísabet er dóttir Guðrúnar Gunnarsdóttur söngkonu og Valgeirs Skagfjörð leikara og Eygló Hilmarsdóttir er dóttir Sóleyjar Elíasdóttur og Hilmars Jónssonar, sem bæði eru leikarar. Hafið þið alltaf stefnt að leiklistarnámi?Elísabet: „Það var erfitt að komast hjá því. Maður var alltaf í leikhúsinu að fylgjast með.“Hlynur: „Nei, raunar ekki. Ég er af stórri leikaraætt og þau héldu mér eiginlega bara frá þessu. Mér var bókstaflega haldið frá leikhúsinu og bannað að fara á sýningar. Ég uppgötvaði samt sjálfur með tímanum að þetta væri rétta skrefið fyrir mig.“Eygló: „Umhverfið mótar mann svo sannarlega.“ Þannig að þið vitið alveg hvað þið eruð búin að koma ykkur út í?Hlynur: „Já. Lág laun og svolítið hark. Það er bara skemmtilegt. En það sýnir líka að við völdum þetta nám út frá einskærum áhuga.“ Þeim líst öllum mjög vel á bekkinn. Segja þetta vera eðalmanneskjur og hlakka óskaplega til að byrja í náminu næsta haust.Elísabet: „Það eru níu mánuðir í þetta. Þetta er heil eilífð. Heil meðganga.“Eygló: „Við þekkjumst mörg og það eru alls kyns tengsl í hópnum. Við Elísabet erum að vinna saman og hinar þrjár stelpurnar sem komust inn eru allar að leika með mér í Konubörnum.“Hlynur: „Svo eru tvö pör í þessum hópi.“Elísabet: „Þú sérð það. Leikarabörnin í þessum hópi eru langt frá því að vera það merkilegasta!“ Hlynur og Elísabet komust inn í skólann í fyrstu tilraun en Eygló var að reyna í annað sinn. „Það er gott að fá að berjast fyrir því sem maður vill gera,“ segir hún og Hlynur grípur orðið: „Já, þetta er ekki sjálfgefið, þótt við séum leikarabörn.“
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira