Lífið

Dolce & Gabbana valda ólgu

Guðrún Ansnes skrifar
tvíeykið Dolce og Gabbana héldu nýverið tískusýningu þar sem mæðrum var gert hátt undir höfði.
tvíeykið Dolce og Gabbana héldu nýverið tískusýningu þar sem mæðrum var gert hátt undir höfði. VÍSIR/GETTY
Hönnunartvíeykið Domenico Dolce og Stefano Gabbana settu heim ríkra og frægra á hliðina á sunnudag og virðist ekert lát á ástandinu. 

Ástæðan er ummæli sem þeir létu falla við ítalska tímaritið Panorama. Þar tjáðu þeir skoðanir sínar á barneignum samkynhneigðra, sem þeir telja ekki eiga rétt á sér, hvort sem er í formi ættleiðinga eða glasafrjóvgunar. Staðgöngumæðrun þykir þeim einnig fyrir neðan allar hellur.

Þeir bættu jafnframt við að eina fjölskyldumynstrið sem boðlegt væri sé samsett af konu og karli. Í framhaldinu undirstrikuðu þeir að það væri hrein illska að börn fengju ekki að eiga móður.

Þessi yfirlýsing þykir sæta tíðindum, en þessir herramenn eru samkynhneigðir og voru kærustupar í tuttugu og þrjú ár. Upp úr slitnaði árið 2005 svo samband þeirra er einungis faglegs eðlis í dag.

Félögunum er greinilega umhugað um hlutverk mæðra en á dögunum slóu þeir upp óvenjulegri tískusýningu á dögunum í Mílanó. Þar voru mæður í forgrunni, annaðhvort ófrískar eða með börn meðferðis á tískupöllunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×