Það verður allt vitlaust, segir fyrrverandi umhverfisráðherra Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:39 Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra. Vísir/GVA Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til að farið verði af stað með virkjanir í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatnsvirkjun. Fyrrverandi umhverfisráðherra segir nefndina leggja til að Alþingi samþykki að fremja lögbrot. Málið sé ekki þingtækt. Atvinnuveganefnd ákvað í haust að leggja til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk þótt verkefnastjórnin hafi áður raðað henni í biðflokk. Þetta vakti en hörð viðbrögð en nefndin gengur nú nokkrum skrefum lengra og bætir fjórum öðrum virkjunarkostum við, þar á meðal Hagavatnsvirkjun sem hefur aldrei komið fyrir verkefnastjórn. Það er hinsvegar ekki heimilt samkvæmt lögum um rammaáætlun en matsferlið þar er lögbundið. Allt ferlið farið upp í loft Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir að ef þetta verði samþykkt sé allt ferlið varðandi rammaáætlun og möguleg sátt um virkjun og vernd farin upp í loft. „Það verður allt vitlaust, ef einhverntímann,“ segir Svandís Svavarsdóttir fyrrverandi umhverfisráðherra og þingmaður VG. Hún segir að málinu verði andæft af miklum krafti enda sé stjórnarandstaðan einhuga. Hún segist líka hafa heyrt gagnrýnisraddir úr röðum stjórnarliða. „Þetta eru slíkar ákvarðanir, að þær verða ekki teknar til baka. Ef menn ákveða það hér í einhverju frekjukasti, þá er það miklu alvarlegra en svo að það sé hægt að yppta öxlum yfir því.“ Sterk rök með og á móti Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segist skilja að menn vilji fara af stað með virkjanir í Þjórsá en litlu hafi munað að gefið hefði verið grænt ljós á þær í fyrrahaust. Hún segist þó hafa viljað sérstaka þingsályktun um Hagavatnsvirkjun. Hún njóti reyndar þeirrar sérstöðu að margir umhverfisverndarsinnar vilji virkjun þar og sjálf hafi hún heyrt sterk rök með og á móti.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira