Erlent

Snowden segir Bandaríkin safna saman nektarmyndunum sem þú sendir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
John Oliver ræddi við Snowden um njósnaáætlanir Bandaríkjanna og reyndi að setja í einfalt samhengi.
John Oliver ræddi við Snowden um njósnaáætlanir Bandaríkjanna og reyndi að setja í einfalt samhengi.
Edward Snowden segir að bandaríska ríkið hafi aðgang að typpamyndum sem sendar hafa verið á milli fólks í gegnum netið. Þetta sagði hann í þættinum Last Week Tonigh en sjónvarpsmaðurinn John Oliver flaug til Rússlands í síðustu viku og ræddi við Snowden.

Í þættinum og viðtalinu reyndi Oliver að setja njósnaáætlanir bandarískra stjórnvalda, eins og PRISM og XKeyscore, í samhengi sem almenningur á auðvelt með að skilja: eru nektarmyndir sem sendar eru í gegnum netið aðgengilegar í gegnu þessar áætlanir. Stutta svarið segir Snowden vera já.

„Góðu fréttirnar eru þær að það er engin áætlun sem heitir „typpamynda áætlunin“. Slæmu fréttirnar eru að þeir safna enn saman upplýsingum um alla, þar á meðal typpamyndirnar,“ sagði Snowden meðal annars í viðtalinu.

Þátturinn verður á dagskrá Stöðvar 2 á morgun, þriðjudag, en viðtalið og innslag Oliver um málið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×