Lífið

Forsölu miða á Þjóðhátíð lýkur á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stemningin í Dalnum er oft ólýsanleg.
Stemningin í Dalnum er oft ólýsanleg. vísir/óskar
Þjóðhátíð í Eyjum fer fram 31. júlí - 2.ágúst og nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða í forsölu á því henni lýkur á miðnætti föstudagskvöldið 5.júní.

Dagskráin hefur sjaldan litið betur út - það er búið að staðfesta Bubba & Dimmu, FM Belfast, AmabAdamA, Pál Óskar, Ný Dönsk, Sálina hans Jóns míns, Júníus Meyvant, Land & Syni, Sóldögg, Maus, Jón Jónsson, Ingó & Veðurguðina og FM95Blö.

Þjóðhátíð er stærsta útihátíðin um hvert ár á Íslandi og er hún löngu orðin fastur liður hjá mörgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×