Fótbolti

Elmar samdi við AGF

Theodór Elmar.
Theodór Elmar. vísir/afp
Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur ákveðið að færa sig um set í Danmörku.

Hann er farinn frá Randers og er búinn að semja til tveggja ára við AGF. Liðið er á leið upp í úrvalsdeildina á nýjan leik.

„Þetta er spennandi verkefni. AGF er frábært félag með mikla möguleika. Ég hlakka mikið til að spila fyrir félagið," sagði Elmar við heimasíðu félagsins.

„Fótboltinn sem liðið er farið að spila hentar mér fullkomlega. Mér finnst gott að vera með boltann og er öruggur á honum. Það verður gaman að leggja sitt af mörkum á báðum endum vallarins fyrir félagið."

Elmar hafði undanfarin þrjú ár spila með Randers þar sem hann stóð sig afar vel. Hann er orðinn 28 ára gamall og hefur einnig leikið með KR, Celtic, Lyn og IFK Göteborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×