Lífið

Nær heimsmeistari í hjólreiðum að knýja brauðrist?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robert Förstemann
Robert Förstemann vísir/youtube
Þjóðverjinn Robert Förstemann, heimsmeistari í hjólreiðum og handhafi bronsverðlauna frá Ólympíuleikunum, reyndi á dögunum að knýja brauðrist með fótafli.

Maðurinn er með rosalega lærvöðva og vantar ekki styrkinn þar. Ristavélin er 700W og spurning hvort hann geti haldið henni í gangi í nægilegan langan tíma til að rista eina brauðsneið.

Hér að neðan má sjá myndband af tilrauninni og spurning hvernig til tókst. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×