Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2015 19:45 Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira