Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2015 19:45 Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira