Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2015 19:45 Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira