Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 Magnús Guðmundsson skrifar 12. desember 2015 11:00 Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 að mati álitsgjafa okkar. Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður. Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður.
Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira