Sirra Sigrún heiðruð fyrir framlag sitt til myndlistar Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 17:19 Erró, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson. Mynd/Aðsend Listamaðurinn Erró veitti í dag Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Afhendingin fór fram við opnun á sýningunni Tilurð Errós í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í sextánda skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, Listasafns Íslands, Halldór Björn Runólfsson og Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson. Þær konur sem áður hafa hlotið viðurkenningu úr sjóðnum eru Ósk Vilhjálmsdóttir, Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórisdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Margrét H. Blöndal, Sara Riel, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Guðný Rós Ingimarsdóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Erró stofnaði listasjóðinn til minningar um frænku sína Guðmundu. Markmiðið er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun þeirra. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafnið. Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2001, nam listfræði við Háskóla Íslands einn vetur og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík þar sem hún hefur skipulagt fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Í desember 2012 var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum. Þá var sýning hennar, Flatland, í Listasafni Reykjavíkur árið 2014 mörgum minnisstæð. Það var því einróma álit dómnefndar Listasjóðs Guðmundu S. Kristinsdóttur að Sirra Sigrún skuli að þessu sinni hljóta viðurkenningu úr sjóðnum. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Listamaðurinn Erró veitti í dag Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, fyrir framlag hennar á sviði myndlistar. Afhendingin fór fram við opnun á sýningunni Tilurð Errós í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Erró stofnaði sjóðinn til minningar um móðursystur sína, Guðmundu og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Þetta er í sextánda skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum en framlagið rennur til listakonu sem þykir skara fram úr. Stjórn sjóðsins skipa safnstjórar Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, Listasafns Íslands, Halldór Björn Runólfsson og Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson. Þær konur sem áður hafa hlotið viðurkenningu úr sjóðnum eru Ósk Vilhjálmsdóttir, Ólöf Nordal, Finna Birna Steinsson, Katrín Sigurðardóttir, Gabríela Friðriksdóttir, Sara Björnsdóttir, Þóra Þórisdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Margrét H. Blöndal, Sara Riel, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Guðný Rós Ingimarsdóttir og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Erró stofnaði listasjóðinn til minningar um frænku sína Guðmundu. Markmiðið er að styrkja listakonur með því að veita framlag til viðurkenningar og eflingar á listsköpun þeirra. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun í vörslu borgarsjóðs Reykjavíkur. Umsjón með sjóðnum hafa Reykjavíkurborg og Errósafnið. Sirra Sigrún Sigurðardóttir lauk námi frá Listaháskóla Íslands 2001, nam listfræði við Háskóla Íslands einn vetur og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts í New York 2013. Hún er í hópi áhrifamikilla listamanna hér á landi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði hér heima og erlendis, meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Tate Modern í London. Sirra er einn stofnenda og eigenda sýningarstaðarins Kling & Bang í Reykjavík þar sem hún hefur skipulagt fjölda sýninga og listviðburða með þátttöku innlendra og erlendra listamanna. Í desember 2012 var Sirra á meðal 24 alþjóðlegra listamanna sem tímaritið Modern Painters útnefndi sérstaklega sem listamenn sem vert er að fylgjast með á komandi árum. Þá var sýning hennar, Flatland, í Listasafni Reykjavíkur árið 2014 mörgum minnisstæð. Það var því einróma álit dómnefndar Listasjóðs Guðmundu S. Kristinsdóttur að Sirra Sigrún skuli að þessu sinni hljóta viðurkenningu úr sjóðnum.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira