Enski boltinn

Rooney um Martial: Hann er alveg magnaður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Anthony Martial á ferðinni gegn Manchester City.
Anthony Martial á ferðinni gegn Manchester City. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, telur að Anthony Martial, nýja stjarnan í United-liðinu, verði einn af bestu framherjum heims áður en langt um líður.

Þessi 19 ára gamli Frakki var kjörinn besti leikmaður september mánaðar á sínum fyrsta heila mánuði í enska boltanum.

Hann er búinn að skora fimm mörk í tíu leikjum fyrir Manchester United eftir að vera keyptur fyrir 36 milljónir punda.

„Martial er búinn að vera alveg magnaður. Það er ótrúlegt að sjá hvernig hann hefur byrjað,“ segir Wayne Rooney.

„Gleymum því ekki að hann er mjög ungur. Hann á mikla virðingu skilið fyrir að koma með sína ungu fjölskyldu hingað yfir og byrja svona.“

„Það sjá allir hversu góður hann er og hversu mikilvægur hann verður okkur þar til loka leiktíðar. Hann er líklega fljótasti leikmaðurinn í liðinu og mögulega allri deildinni,“ segir Wayne Rooney.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×