Rússarnir sprengja borgina mína Snærós Sindradóttir skrifar 26. október 2015 10:11 Kinan Kadoni sýrlenskur flóttamaður er nú staddur hér á landi á vegum VG og vinstri flokka á norðurlöndum. „Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum að sitja hér og lesa í fréttum að rússneskar sveitir séu að sprengja í borginni minni. Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum þar til ég veit hvað gerðist, hvar þeir skutu og hver dó,“ segir Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður sem er hér á landi á vegum Vinstri grænna og samtaka norræna vinstriflokka. Hann talaði á vegum þeirra fyrrnefndu á landsfundi á sunnudag en á vegum norrænu flokkanna í dag.Kinan á móður og tvo bræður í borginni Saraqib í norðvesturhluta Sýrlands. Hann flúði Sýrland fyrir fimm árum, tveimur mánuðum áður en stríð braust þar út. Hann er í raun liðhlaupi úr sýrlenska hernum. 21 árs gamall var hann í tækniskóla og hefði verið tekinn í herinn um leið og skólagöngu lauk. Hann flúði einungis nokkrum dögum fyrir lokaprófið. „Eldri bróðir minn fór í herinn. Hann er veikur í bakinu en var settur í sérsveitina, sem fylgir erfiðasta þjálfunin og mesta álagið. Honum var sagt að til þess að fá auð- veldari verkefni yrði hann að borga undir borðið. Það voru tvö erfið ár sem við eyddum í að borga fyrir hann svo herþjónustan væri honum bærilegri.“Kinan hefur hæli í Belgíu og hefur nú, tæpum fimm árum síðar, fengið vegabréf og er þar með kleift að ferðast. Hann setur það skilyrði fyrir viðtalinu að ræða ekki hvernig hann komst frá Sýrlandi til Belgíu, svo þungbær var sú ferð. „Þegar ég fór frá Sýrlandi hafði ég aldrei verið að heiman. Ég hafði kannski gist þrjár til fjórar nætur utan heimilis míns alla mína ævi. Frændi minn bjó í Belgíu og það kom ekki annað til greina. Ég gat ekki valið land þar sem ég þekkti engan.“ Það tók langan tíma fyrir Kinan að fá hæli í Belgíu. Málsmeðferðin tók þrjú og hálft ár og á þeim tíma bjó hann í athvarfi fyrri hælisleitendur, með sjö evrur á viku í vasapening. „Sumir í Sýrlandi segja að ég sé heppinn að hafa flúið en ég sé það ekki þannig. Ef ég hefði verið í Sýrlandi þegar stríðið braust út hefði ég orðið eftir. Aðstæður móður minnar og bræðra verða verri með hverjum deginum en þau þrauka. Í okkar huga er mjög erfitt að yfirgefa heimili okkar.“Í september á þessu ári fékk Kinan vegabréf í Belgíu. Þá stóð hann frammi fyrir þeim valkosti að fara til Sýrlands og heimsækja fjölskyldu sína, eða fara til Grikklands að hjálpa flóttamönnum sem fara yfir hafið. Hann valdi eyjuna Lesbos á Grikklandi. „Mér leið eins og ég yrði að vera þar. Áður en ég fór til Grikklands reyndi ég að fá mömmu mína til að koma þangað með bát. Ég sagði henni að það væri auðvelt og hún yrði að gera það. En í Grikklandi hugsaði ég með mér að sem betur fer hefði hún sagt nei. Ég get ekki sætt mig við hugmyndina um mömmu í þessari aðstöðu.“ „Börnin voru sárasti hlutinn fyrir okkur öll. Hjartað brestur þegar þú horfir í augun á þeim og sérð þau gráta. En samt, ég spurði einn hvers vegna hann væri þarna og hann svaraði því að kennarinn sinn hefði sagt að nú væri enginn skóli og allir þyrftu að fara í frí.“ „Á einhvern hátt fannst mér það gott, því hann skildi ekki hvað var að gerast en á sama tíma varð ég svo sorgmæddur því hann vissi ekki hvað beið hans og í hvaða aðstæðum hann væri.“„Það sat lítil stelpa á ströndinni og var að teikna. Hún sagði mér að sig langaði að verða læknir, fara heim aftur og hjálpa fólkinu. Og þetta sagði hún bara brosandi og teiknandi. Sum börn voru eins og hleðslutæki. Eftir langan og erfiðan dag gáfu þau okkur orku til að halda áfram.“ En er Belgía, eftir fimm ár, orðin eins og heimili Kinans? „Belgía var heimili mitt áður en ég fór til Grikklands en ekki lengur. Hugur minn er enn í Grikklandi og mér líður eins og ég sé ókunnugur í landinu. Á nóttunni þegar ég ligg í mjúka rúminu mínu og fæ fréttir um að bátur sé að koma til Lesbos þá finn ég svo sterkt að ég eigi ekki að vera þarna. Ég nýt þess ekki lengur að sofa. Ég nýt ekki heita vatnsins og ég nýt ekki matar. Ég finn ekki bragðið af honum lengur.“ Kinan segist vona að stríðinu í Sýrlandi ljúki en hefur ekki trú á því. „Núna er Sýrland fullt af vopnum. Næstum allir eiga byssu. Stundum óttast ég að ástandið verði eins og í Sómalíu. Það er stríðið sem ég óttast mest, stríðið sem kemur á eftir þessu.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
„Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum að sitja hér og lesa í fréttum að rússneskar sveitir séu að sprengja í borginni minni. Það er eins og að deyja eitt hundrað sinnum þar til ég veit hvað gerðist, hvar þeir skutu og hver dó,“ segir Kinan Kadoni, sýrlenskur flóttamaður sem er hér á landi á vegum Vinstri grænna og samtaka norræna vinstriflokka. Hann talaði á vegum þeirra fyrrnefndu á landsfundi á sunnudag en á vegum norrænu flokkanna í dag.Kinan á móður og tvo bræður í borginni Saraqib í norðvesturhluta Sýrlands. Hann flúði Sýrland fyrir fimm árum, tveimur mánuðum áður en stríð braust þar út. Hann er í raun liðhlaupi úr sýrlenska hernum. 21 árs gamall var hann í tækniskóla og hefði verið tekinn í herinn um leið og skólagöngu lauk. Hann flúði einungis nokkrum dögum fyrir lokaprófið. „Eldri bróðir minn fór í herinn. Hann er veikur í bakinu en var settur í sérsveitina, sem fylgir erfiðasta þjálfunin og mesta álagið. Honum var sagt að til þess að fá auð- veldari verkefni yrði hann að borga undir borðið. Það voru tvö erfið ár sem við eyddum í að borga fyrir hann svo herþjónustan væri honum bærilegri.“Kinan hefur hæli í Belgíu og hefur nú, tæpum fimm árum síðar, fengið vegabréf og er þar með kleift að ferðast. Hann setur það skilyrði fyrir viðtalinu að ræða ekki hvernig hann komst frá Sýrlandi til Belgíu, svo þungbær var sú ferð. „Þegar ég fór frá Sýrlandi hafði ég aldrei verið að heiman. Ég hafði kannski gist þrjár til fjórar nætur utan heimilis míns alla mína ævi. Frændi minn bjó í Belgíu og það kom ekki annað til greina. Ég gat ekki valið land þar sem ég þekkti engan.“ Það tók langan tíma fyrir Kinan að fá hæli í Belgíu. Málsmeðferðin tók þrjú og hálft ár og á þeim tíma bjó hann í athvarfi fyrri hælisleitendur, með sjö evrur á viku í vasapening. „Sumir í Sýrlandi segja að ég sé heppinn að hafa flúið en ég sé það ekki þannig. Ef ég hefði verið í Sýrlandi þegar stríðið braust út hefði ég orðið eftir. Aðstæður móður minnar og bræðra verða verri með hverjum deginum en þau þrauka. Í okkar huga er mjög erfitt að yfirgefa heimili okkar.“Í september á þessu ári fékk Kinan vegabréf í Belgíu. Þá stóð hann frammi fyrir þeim valkosti að fara til Sýrlands og heimsækja fjölskyldu sína, eða fara til Grikklands að hjálpa flóttamönnum sem fara yfir hafið. Hann valdi eyjuna Lesbos á Grikklandi. „Mér leið eins og ég yrði að vera þar. Áður en ég fór til Grikklands reyndi ég að fá mömmu mína til að koma þangað með bát. Ég sagði henni að það væri auðvelt og hún yrði að gera það. En í Grikklandi hugsaði ég með mér að sem betur fer hefði hún sagt nei. Ég get ekki sætt mig við hugmyndina um mömmu í þessari aðstöðu.“ „Börnin voru sárasti hlutinn fyrir okkur öll. Hjartað brestur þegar þú horfir í augun á þeim og sérð þau gráta. En samt, ég spurði einn hvers vegna hann væri þarna og hann svaraði því að kennarinn sinn hefði sagt að nú væri enginn skóli og allir þyrftu að fara í frí.“ „Á einhvern hátt fannst mér það gott, því hann skildi ekki hvað var að gerast en á sama tíma varð ég svo sorgmæddur því hann vissi ekki hvað beið hans og í hvaða aðstæðum hann væri.“„Það sat lítil stelpa á ströndinni og var að teikna. Hún sagði mér að sig langaði að verða læknir, fara heim aftur og hjálpa fólkinu. Og þetta sagði hún bara brosandi og teiknandi. Sum börn voru eins og hleðslutæki. Eftir langan og erfiðan dag gáfu þau okkur orku til að halda áfram.“ En er Belgía, eftir fimm ár, orðin eins og heimili Kinans? „Belgía var heimili mitt áður en ég fór til Grikklands en ekki lengur. Hugur minn er enn í Grikklandi og mér líður eins og ég sé ókunnugur í landinu. Á nóttunni þegar ég ligg í mjúka rúminu mínu og fæ fréttir um að bátur sé að koma til Lesbos þá finn ég svo sterkt að ég eigi ekki að vera þarna. Ég nýt þess ekki lengur að sofa. Ég nýt ekki heita vatnsins og ég nýt ekki matar. Ég finn ekki bragðið af honum lengur.“ Kinan segist vona að stríðinu í Sýrlandi ljúki en hefur ekki trú á því. „Núna er Sýrland fullt af vopnum. Næstum allir eiga byssu. Stundum óttast ég að ástandið verði eins og í Sómalíu. Það er stríðið sem ég óttast mest, stríðið sem kemur á eftir þessu.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira