Viðskipti innlent

Skuldabréfaviðskipti stöðvuð í Kauphöllinni

Ingvar Haraldsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa
Opnað verður fyrir viðskipti klukkan tvö í dag.
Opnað verður fyrir viðskipti klukkan tvö í dag.
Fjármálaeftirlitið hefur stöðvað viðskipti með skuldabréf sem gefin eru út af Íbúðalánasjóði, Ríkissjóði og Landsbréfum og Íslandssjóðum samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Að auki hefur verið lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í öllum skráðu tryggingafélögunum.

Áformað er að opna fyrir viðskiptin með 10 mínútna uppboði klukkan 14 í dag að íslenskum tíma og munu samfelld viðskipti því hefjast klukkan 14:10.

Þá hefur einnig verið lokað fyrir viðskipti með skuldabréf Lánasjóðs sveitafélaga til klukkan 14 í dag. Lokunin stendur fram yfir blaðamannafund Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra þar sem áætlun um afnám fjármagnshafta verður kynnt.

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að með þessu sé verið að tryggja jafnræði aðila á markaði en í dag hefur kynning á áætlun um afnám gjaldeyrishafta verið boðuð. „Þetta er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem segja má að sé skynsamleg við þessar aðstæður,“ segir Páll.


Tengdar fréttir

Gjaldeyrishöftin hert í bili

Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir peningaútstreymi áður en afnám hafta hefst.

BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin

Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×