Raforka á „tombóluverði“? Pétur Blöndal skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Landsvirkjun var stofnuð um Búrfellsvirkjun í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutningsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagning sæstrengs til Bretlands og sala rafmagns um hann fyrir ríkisstyrkt ofurverð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslendingum gríðarlegan ávinning og mun halda áfram að gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Orkumál Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru í öfundsverðri stöðu. Á fáeinum áratugum höfum við byggt upp eitt öflugasta raforkukerfi í heimi og verð til almennings er með því lægsta sem þekkist. Það má segja að iðnaðaruppbygging hafi hafist fyrir alvöru þegar Landsvirkjun var stofnuð um Búrfellsvirkjun í tengslum við álverið í Straumsvík á sjöunda áratugnum. Síðan hefur orðið mikil framþróun, klasar hafa byggst upp í orkuiðnaði, svo sem jarðvarmaklasi og álklasi, og þekkingin er orðin útflutningsvara. En er raforkan á Íslandi seld álverum „á tombóluverði“ eins og Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla, hélt nýverið fram í viðtali á Bylgjunni? Þess sér ekki stað í bókum Landsvirkjunar, en um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá áliðnaði. Það er til marks um sterka stöðu fyrirtækisins að í ársreikningum fyrir árið 2013 var bókfært eigið fé rúmir 200 milljarðar og handbært fé frá rekstri yfir 30 milljörðum. Á síðasta ársfundi kom fram að það gæti greitt upp allar sínar skuldir á rúmum níu árum, þrátt fyrir að hafa lokið við sína stærstu virkjun haustið 2007. Að gefnu tilefni er ástæða til að taka fram, að við sama tækifæri sagði forstjóri Landsvirkjunar að arðsemisáætlanir Kárahnjúkavirkjunar hefðu staðist. Landsvirkjun gefur upp að meðalverð til stóriðju árið 2013 hafi verið 25,8 dollarar á megavattstund. Langsótt er að kalla það tombóluverð því sama ár var meira en þriðjungur af öllu áli utan Kína framleitt við lægra rafmagnsverð (34,6% allrar álframleiðslu utan Kína skv. upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu CRU). Ísland er því vissulega samkeppnishæft hvað varðar orkuverð til álframleiðslu en samt ekki í lægsta þriðjungi. Það sem hangir á spýtunni þegar talað er um „tombóluverð“ virðist vera lagning sæstrengs til Bretlands og sala rafmagns um hann fyrir ríkisstyrkt ofurverð. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um mögulega arðsemi af því verkefni, því lítið liggur óyggjandi fyrir um helstu forsendur, tæknilegar, viðskiptalegar og þjóðhagslegar. Ef allt gengi eftir í þeim efnum gæti það mögulega falið í sér góða viðbót við orkusölu til stóriðju. En það væri að sjálfsögðu enginn áfellisdómur yfir fyrri stefnu, sem hefur fært Íslendingum gríðarlegan ávinning og mun halda áfram að gera það.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun