Fótbolti

Góður útisigur OB á Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ari Freyr í leik með OB.
Ari Freyr í leik með OB. vísir/getty
OB vann góðan útisigur á Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en Rasmus Festersen gerði bæði mörk OB. OB hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni.

Teemu Pukki kom Bröndby yfir á elleftu mínútu fyrri hálfleiks, en Rasmus Festersen jafnaði metin fyrir OB eftir hálftíma leik. Staðan 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik leit eitt mark dagsins ljós, en Festersen var þá aftur á ferðinni á 66. mínútu. Lokatölur 2-1 sigur OB og Festersen með bæði mörkin.

OB vann einnig fyrsta leikinn sinn í dönsku úrvalsdeildinni og er því á toppnum í deildinni eftir fyrstu tvo leikina. Bröndby er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson léku báðir allan leikinn fyrir OB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×