Innlent

Vísindamenn telja auknar líkur á jarðskjálftum

Birgir Olgeirsson skrifar
Áætlað er að aðgerðin standi yfir í um mánuð og ljúki þann 19. júní 2015.
Áætlað er að aðgerðin standi yfir í um mánuð og ljúki þann 19. júní 2015. Fréttablaðið/Vilhelm
Vísindamenn telja auknar líkur á að jarðskjálftar verði á niðurdælingarsvæðinu við Hellisheiðarvirkjun næstu vikur.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins en þar kemur fram að vegna breytinga í tengslum við niðurdælingu á hjá Hellisheiðarvirkjun þá telja vísindamenn að tímabundið séu auknar líkur á að jarðskjálftar verði á niðurdælingarsvæðinu.

Slíkir jarðskjálftar gætu náð þeirri stærð að finnst vel í byggð.

Áætlað er að aðgerðin standi yfir í um mánuð og ljúki þann 19. júní 2015.

Orkuveitan, sveitarstjórn, lögreglustjórinn á Selfossi og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vilja vekja athygli á þv...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, May 19, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×