Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:06 Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36