Stjórnendakrísa hjá Sinfó 22. febrúar 2015 16:31 Sigrún Eðvaldsdóttir er fiðluleikari á heimsmælikvarða og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Vísr/Vilhelm Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð landsmönnum til hádegistónleika í Hörpu á föstudaginn þar sem önnur sinfónía Beethoven var á dagskrá. Sinfónían var einnig flutt á fimmtudagskvöldið undir vaskri stjórn Santtu-Matias Rouvali. Misskilningur er talinn hafa valdið því að Finninn átti bókaði flug frá Íslandi svo snemma daginn eftir að útlit var fyrir að hljómsveitin yrði stjórnandalaus á tónleikunum á föstudaginn. Bernharður Wilkinsson og Daníel Bjarnason, sem reglulega stjórna hljómsveitinni, voru hvorugir til taks að hlaupa í skarðið. Góð ráð dýr enda stutt í tónleika. Var meðal annars þeirri hugmynd velt fyrir sér hvort konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir gæti ekki tekið hlutverkið að sér úr sæti sínu. Sett sveitina af stað sem myndi svo spila tónverkið stjórnandalaust.Guðmundur Óli GunnarssonTil að gera langa sögu stutta var enn ekki komin lausn á því að morgni föstudags hvernig tónleikunum yrði stjórnað. Um klukkustund fyrir tónleika fékk svo einhver þá hugdettu að Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi hjá Íslensku óperunni, væri mögulega í Hörpu þennan dag. Svo vel vildi til að Guðmundur Óli var á svæðinu og ekki nóg með það. Hann hafði stjórnað Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fyrir skömmu við flutning sama tónverks og þekkti það því vel. „Það er sjaldgæft að maður fái Beethoven í hádeginu,“ segir Guðmundur Óli léttur í samtali við Vísi. Hann hafi fengið símtalið klukkustund fyrir tónleika, stjórnað hljómsveitinni í gegnum rennsli á verkinu. Þegar landsmenn og aðrir gestir mættu á svæðið í Hörpu rétt fyrir tólf var Guðmundur Óli því kominn með sprotann í hönd eins og ekkert annað hefði staðið til. Sigrún mundaði fiðlubogann af sinni alkunnu snilld og úr urðu, að sögn nærstaddra, ljómandi vel heppnaðir hádegistónleikar. „Aðdragandinn var mjög óvenjulegur en þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Guðmundur Óli. Framundan hjá hljómsveitinni í vikunni eru tónleikar með Eivöru Pálsdóttur eins og lesa má um nánar hér að neðan.Post by Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira