Grikkir ósáttir við ætlað inngrip Þjóðverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:00 Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters. Grikkland Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters.
Grikkland Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira