Grikkir ósáttir við ætlað inngrip Þjóðverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 19:00 Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters. Grikkland Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Grikkir telja að Þjóðverjar séu að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu með yfirlýsingum um að evrusvæðið þoli vel útgöngu Grikklands úr myntsamstarfinu. Þýska vikuritið Der Spiegel greindi frá því um helgina að útganga Grikkja úr Efnahags- og myntbandalaginu væri möguleg ef vinstristjórn undir forystu Syriza flokksins kæmist til valda sem myndi ekki standa við aðhaldsaðgerðir í tengslum við tugmilljarða evru björgunarpakka sem Grikkir fengu frá Evrópusambandinu. Kosningar í Grikklandi eru fyrirhugaðar hinn 25. janúar. Spiegel sagði að þetta væri afstaða Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra því eftir breytingar á regluverki myntsamstarfsins væru smitáhrif vegna útgöngu Grikkja afar ósennileg. Fréttin lagðist afar illa í margra Grikki sem telja að Þjóðverjar séu með þessu að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. „Þetta er hrakspárhneigð, sennilega til að stjórna atkvæðum okkar. Þeir leika þennan leik og við búumst auðvitað við því," segir hin 29 ára gamla Nikki Kaloudi við Reuters í Aþenu. Vasilis, annar íbúi Aþenu, telur að útganga Grikkja af evrusvæðinu skipti ekki máli í stóra samhengi hlutanna. „Ég held ekki að það væri vandamál að yfirgefa evrusvæðið, ég held að við yrðum í sama klúðri. Við erum á núlli, það getur ekki versnað. Við reynum að vinna okkur út úr þessu.“ Þá vilja sumir líkja inngripinu við einhvers konar fasisma. „Þetta er slæmt, mjög slæmt. Þetta er nokkurs konar fasismi. Þetta er eins og það sem við gengum í gegnum undir einræðisstjórninni." segir ellilífeyrisþeginn Nikos Laponikas. Taldar eru líkur á því að ný vinstristjórn muni falla frá áætlun sem var forsenda björgunarpakkans sem Grikkir fengu frá ESB. Hún felur í sér strangar aðhaldsaðgerðir í formi niðurskurðar ríkisútgjalda. Alexis Tsipras, formaður Syriza vinstriflokksins sem er talinn sigurstranglegastur í kosningunum, vill frá enn frekari lækkun á ríkisskuldum Grikklands og þar með ógna forsendum björgunarpakkans. „Vinstrið ógnar ekki Evrópu. Það er stefna Angelu Merkel sem ógnar Evrópu. Það er nýfrjálshyggjan sem ógnar Evrópu og afleiðingar hennar felast í frekari efnahagslegum aðskilnaði norðurs og suðurs í álfunni,“ segir Tsipras í samtali við Reuters.
Grikkland Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira