Erlent

Dómsmálaráðuneytið neitar að sleppa Tariq Ba Odah

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Yfir hundrað fangar dvelja í Guantanamo fangelsinu.
Yfir hundrað fangar dvelja í Guantanamo fangelsinu. Nordicphotos/AFP
Lögfræðingar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa hafnað beiðni um að fanganum Tariq Ba Odah verði sleppt úr Guantanamo fangelsinu af heilsufarsástæðum. Ba Odah hefur verið í hungurverkfalli síðastliðin átta ár og nú er svo komið að maðurinn er aðeins þrjátíu og fjögur kíló.

Mál hans hefur vakið mikla athygli en fangaverðir þvinga hann til að neyta fæðu með röri í gegnum nef. Aukið þyngdartap Ba Odah síðustu átján mánuði hefur valdið lögfræðingum hans áhyggjum en þeir  óttast að hann verði hungurmorða. Starfsmenn Pentagon, höfuðstöðvar Varnarmálastofnunar Bandaríkjanna, fullyrða hins vegar að fanginn fái tilhlýðilega aðhlynningu.

Klofningur er meðal stjórnvalda í Bandaríkjunum um hvort sé rétt að sleppa Ba Odah. Yfirvöld hersins og leyniþjónustunnar gáfu fyrir sex árum samþykki sitt fyrir því að fanginn yrði fluttur en Pentagon óttast að flutningur hans myndi hvetja fleiri til hungurverkfalls. Hundrað og sextán fangar eru í Guantanamo-fangelsinu í dag.

Omar Farah, lögfræðingur Ba Odah, telur ákvörðun dómsmálaráðuneytisins gefa til kynna að Barack Obama geti ekki staðið við áætlanir sínar um að loka Guantanamo-fangelsinu alfarið árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×